DREGGJAR DAGSINS
eftir Kazuo Ishiguro




Stevens - er aðalpersóna og sögumaður dreggja dagsins. Stevens er dæmigerður breskur bryti. Hann er er mjög æðrulaus og samviskusamur í öllu því sem að hann tekur sér fyrir hendur.
Talsmáti hans er ávallt formlegur og fágaður.

Frú Kenton- er ráðskona í Darlingtonhöll til byrjunar seinni heimsstyrjaldarinnar,. Fröken Kenton, svipað og Stevens er framúrskarandi í vinnu sinni, en er samt léttari í fasi og ekki jafn formleg í bæði talsmáta og hegðun og Stevens. Stevens og Kenton eiga það til að karpa um heimilishaldið.

Darlingon lávarður- Aðalsmaður og erfingi Darlingtonhallar, Stevens vinnur fyrir hann þangað til að Darlington deyr.
Darlingon lávarður er dæmigerður breskur heiðursmaður sem að hefur heiðvirt eðli og gamaldags skoðanir. Talsmáti hans er einnig formlegur og fágaður líkt og talsmáti Stevens.

Herra Farraday- Eigandi Darlingtonhallar eftir fráfall Darlingtons lávarðar. Hr. Farraday er mjög léttlyndur amerískur heiðursmaður sem á það til að grínast í Stevens,en þar sem Stevens er ekki vanur slíkum samskiptum, afræður hann að tileinka sér þennan samskiptamáta sama hvað það kostar til þess að geðjast nýja vinnuveitandanum.
Herra Farraday er ekki með stórt hlutverk í bókinni.

Faðir Stevens- Framúrskarandi bryti sem byrjar að starfa í Darlingtonhöll á sjötugsaldri. Herra William Stevens og sonur hans eiga ávallt mjög formleg samskipti, þangað til að Stevens eldri er á dánarbeði sínu en þá talast þeir persónulega saman, sem sonur og faðir.
Faðir Stevens hefur algjörlega helgað sig brytastörfum. Stevens notar föður sinn oft sem dæmi um hvernig hinn frábæri bryti eigi að vera.

Herra Reginald Cardinal- Guðsonur Darlingtons Lávarðar. Eftir að faðir Herra Cardinals deyr, kemur Darlington fram við hann eins og um ættingja væri að ræða. Darlington og hann hafa mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir.
Herra Cardinal heldur því fram við bæði Stevens og Darlington að nasistar hafi verið að nota Darlington lávarð sem peð fyrir fasistastjórn þeirra. Cardinal er sá sem að segir Stevens beint að nasistarnir hafi verið að nota Darlington. Cardinal finnst ótrúlegt að Stevens hafi ekki veitt því gaum fyrr. Cardinal deyr í stríðinu.




Dreggjar dagsins er fyrstu persónu frásögn bryta að nafni Stevens. Í júlí árið 1956 ákveður Stevens að fara í 6 daga ferð til Vestur- Englands. Hann leggur af stað frá Darlingtonhöll þar sem að hann hefur unnið síðastliðin 34 ár. Darlingtonhöll var í fyrstu í eigu Darlingtons lávarðar, en árið 1956 komst það eigu bandarísks herramanns að nafni Farraday, Stevens tekst ekki að hafa eðlileg samskipti við Farraday, þar sem að Stevens hefur vanið sig á mjög formlega og kurteisislega hegðun, en það er einmitt andstætt hegðun nýja húsbónda hans. Stevens ákveður að reyna að þróa með sér léttlyndari hegðun til þess að þóknast húsbónda sínum.

Tilgangur ferðar Stevens til Vestur -Englands er að hitta fröken Kenton, fyrrum ráðskona Darlingtonhallar, en hún hafði yfirgefið höllina 20 árum áður til þess að giftast. Stevens fékk bréf frá henni þar sem hann telur að hún sé að ýja að því að henni líði illa í hjónabandi sínu og vilji snúa aftur til hallarinar sem ráðskona.

Stór partur sögunnar eru minningar Stevens frá árunum fyrir og stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar Darlington lávarður var húsbóndi hans. Hann lýsir stórum og veigamiklum veislum og glæsilegu fólki sem að heimsótti höllina á þeim tíma. Hægt og rólega kemur í ljós, mest vegna samskipta Stevens við aðrar persónur, að Darlington hafi misskilið stefnu nasista og stutt þá opinberlega. Darlington hélt jafnframt veislur fyrir þýska og breska þjóðarleiðtoga til þess að reyna að koma friðsamlegri lausn á málin. Stevens heldur alltaf fram að Darlington hafi verið mikill herramaður og mannorð hans hafi einungis flekkast vegna þess að hann hafi misskilið stefnu nasistanna og ekki séð fyrir raunveruleg markmið þeirra.

Á meðan á ferð hans stendur, segir Stevens einnig frá mörgum af samtímamönnum hans, bæði brytum sem að hann vingaðist við og öðrum sem að heimsóttu höllina.
Sú vinátta sem að stóð samt í lengstan tíma og var kannski nánasta samband Stevens, var samband hans við fröken Kenton. Og þótt að Stevens segi það aldrei beint, þá virðist sem að Stevens hafi einhverjar bældar rómantískar tilfinningar í hennar garð. Þó að það komi oft fyrir í bókinni að þau karpa um ýmsa hluti varðandi heimilishaldið, þá eru þessi rifrildi barnaleg og eru kannski helst til þess að sýna væntumþykju á hvert öðru. Í enda skáldsögunnar, játar fröken Kenton fyrir Stevens að líf hennar hefði kannski orðið betra hefði hún gifst honum. Stevens tók þessi orð mjög nærri sér. Þrátt fyrir það þá segir hann henni ekki frá tilfinningum sínum. Stevens og fröken Kenton skiljast og Stevens snýr aftur til Darlingtonhallar.


Virðing og mikilhæfni er aðal hráefnið í hugsunum Stevens út alla bókina. Snemma í bókinni fjallar Stevens um það sem að gerir bryta mikilhæfan, en þar heldur hann því fram að “virðing” sé ómissandi innihald mikilhæfni. Hann kemur með mörg dæmi um þetta hugtak og kemst síðan að þeirri niðurstöðu að virðing skipti meginmáli til þess að brytinn yfirgefi ekki það faglega sjálf sem að hann þarf að ráða yfir. Stevens þróar þennan hugsunarhátt kannski aðeins of mikið. Þar sem að hann ber alltaf grímu hins undirláta þjónustumanns og þar af leiðandi bælir eigin tilfinningar og skoðanir. Þessi leit Stevens að fullkomnun í fagi sínu yfirtekur einnig algjörlega allt hans einkalíf. Þessi bæling á eigin persónuleika orsakar það að hann tengist aldrei neinum náið.

Það er mikið um eftirsjá í bókinni, jafnvel þó að Stevens hafi aldrei talað um eftirsjá opinskátt, verður það samt fljótt ljóst þegar hann brestur í grát í enda bókarinnar, að hann hefði viljað hafa farið öðruvísi að í sambandi við Fröken Kenton og Darlington lávarð.
Yfirbragð skáldsögunnar er bæði fortíðarþrá og óskhyggja, en þegar líður á söguna breytist það í eftirsjá þegar Stevens metur fyrri ákvarðanir og gjörðir sem að hann telur óviturlegar. Fröken Kenton segir einnig í enda bókarinnar að hún sjái eftir mörgum af sínum eigin ákvörðunum sem að hún hafði tekið um æfi sína.

Missir er einnig áberandi í bókinni, næstum allar persónurnar í bókinni þurfa að þola missi af einhverju tagi. Stevens missir föður sinn, fröken Kenton, og að lokum missir hann vonina um að fá fröken Kenton til að koma aftur í Darlington höll. Fröken Kenton missir frænku sína, sem að var hennar eini ættingi; og tapar líka Stevens þegar hún fer til að giftast manni sem að hún elskar ekki. Darlington lávarður missir tvo vini, Herr Bermann, og Sir David Cardinal og guðson sinn Reginald Cardinal, þegar þeir deyjn. Einnig missir herra Darlington geðheilsu sína þegar hann er við dauðans dyr. Reginald Cardinal missir föður sinn, sem að deyr, og missir einnig Darlington lávarð þar sem að Darlington var heilaþveginn af nasistum.
Í bókinni er bæði eiginlegur og óeiginlegur dauði: eiginlegur dauði ástvina og óeiginlegu dauði hugmynda og hugsjóna.

Mér fannst þessi saga vera bæði grimm og falleg, þetta er saga sem að fjallar að mestu leyti um eftirsjá: líf hans einkennist af trausti hans og tryggð við mann sem að gerir mikil mistök. Í leit hans að fullkomnun í fagi sínu, missir Stevens einu konuna sem að hann hefði getað átt gott samband með.
Vel skapaðar persónur og vel skrifuð samtöl, einkar vel heppnað ritverk.
Þú verður að fylgja hjartanu! Það er mín lífsspeki !