Þetta á kannski ekki alveg heima sem grein en mig langar að fá þetta sem grein svo að fleiri sjái þetta.

Jæja. Ég var búinn að bíða rosalega spenntur eftir að fá að sjá Deep Purple eina af mínum uppáhalds hljómsveitum á tónleikum hérna á Íslandi.
Miðasala byrjaði í dag (2. apríl) og seldust miðarnir strax upp.
Það sem var þó undarlegt að mínu mati við þessa miðasölu er að aðeins 2500 miðar voru eftir þegar miðasala “byrjaði”.
Því einhverjar í einhverjum forsölum og mastercard forréttindarugli seldist meirihluti miðanna !

Ég beið í röðinni en fékk eigi miða og ég er viss um að margir séu á sama báti.
Þess vegna legg ég til að við krefjumst auka tónleika.
Nokkrir vinir mínir og fleira fólk sem ég þekki hafa sent póst til að reyna að fá aðra tónleika og hvet ég ykkur öll til að gera slíkt hið sama.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World