Vonbrigði á byrjun FOTR Ég var núna að klára að lesa FOTR(Fellowship of the Ring), og ég sá auðvitað margt sem að olli mér vonbrigðum í sambandi við bókina og myndina. Enn ég ætla nú ekki að segja frá öllu enda hafa öruglega margir séð eitthvað svona sjálfir, þess vegna ætla ég bara að segja frá byrjuninni á FOTR.

ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER ALLT SMÁMUNASEMI Í MÉR, OG ÆTLA ÉG AÐ BIÐJA FÓLK EKKERT AÐ VERA SVARA EF ÞAÐ ÆTLAR AÐ VERA MEÐ SKÍTAKAST! ! !

Fyrsta sem ég sá að olli mér vonbrigðum var það að í bókinni var sagt að Bilbo færi í burtu ásamt þremur dvergum, enn í myndinni hélt hann af stað einn. Annað sem mér fannst eins og ætti að koma fram í myndunum var það að það liðu 17 ár eftir að Bilbo hvarf og að Frodo fór út í heiminn. Mér fannst líka að það ætti að koma fram að hann var að þykjast vera að flytja aftur til Buckland(hann átti upphaflega heima þar með Drogo föður sínum).
Og líka það að hann tók ekki upp pjöggur sínar og fór strax heldur beð hann heilt sumar og vildi helst ekkert fara. Og þegar hann fór þá fór hann ásamt Pippin og Sam, þeir hittu Pippin og Mary ekki á bónda bæ Ormars bónda(Farmer Maggot). Og tók það þá nokkra daga að komast leiðar sinnar og ætlaði Mary að bíða þeirra í Buckland.
Síðan þegar þeir sáu álfanna vera að labba í gegnum skóginn þeir sátu ekkert og hrofðu á heldur stoppuðu þeir, töluðu við álfanna og fylgdu þeim smá tíma. Bara svona smá inn í foringi álfanna í skóginum var Gildor sonur Finrods, sem mér persónulega finnst mjög flott af því ég hélt mikið uppá Finrod í The Silmarillion.
Og þegar þeir eru reknir af bóndabæ Ormars, það gerðist aldrei heldur fóru þeir í heimsókn til hans og sagði hann þeim frá “A blackrider looking for Baggins”.

Svona heldur þetta áfram enn ætla ég ekki að skrifa meira um þetta mál. Enn auðvitað sá ég að Peter Jackson gerði líka frábæra hluti og ég veit að hann gat ekki haft allt í myndunum, enn það væri ekki mikið mál að bæta þessu inn í(held ég allavega)og finnst mér þetta svona dálítið mikilvæg atriði(að vísu kannski ekki með heimsóknina til Ormars). Enn það sem olli mér mestum vonbrigðum var hvernig Pippin og Mary komu inn, enn ég sá að það var aðalega til að gera smá húmor þarna í byrjuninni.

Enn og aftur ætla ég að segja: ég veit að þetta er allt smámunasemi í, enn mér fannst þessi atriði vanta.

boggi35

P.S.
SKÍTAKAST ER ALVEG ÓÞARFI OG ER HUNDLEIÐINLEGT AÐ ÞURFA AÐ LESA ÞAÐ, EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ VERA MEÐ SKÍTAKAST FARIÐ ÞÁ MEÐ ÞAÐ Á SORP!