Stærðfræði tengist ljóshraða ekki neitt. Stærðfræði er óháð raunheiminum, eðlisfræði aftur á móti notar sér tæki hennar til að lýsa honum. Jafnan fyrir samlagningu hraða er þessi hér, og eins og þú getur séð leiðir hún hvergi til þess að einn plús einn verði nokkuð annað en tveir. Og já, auðvitað geturðu endurskilgreint “1”, en þá erum við ekki að tala um stærðfræði í venjulegum skilningi, heldur eitthvað nýtt dót sem þú varst að búa til.