Vá já, ég elskaði Richard Harris. Hann er líka mjög skemmtilegur í t.d. The Count of Monte Christo, Gladiator og To Walk With Lions. Röddin á honum var guðdómleg, passaði svo fullkomlega við Dumbledore. Ég þoli hinsvegar ekki útgáfu Michael Gambon. Hann talar alltaf hátt og eins og hann sé reiður, og hvað er annars málið með þessa helvítis teygju sem hann er með í skegginu?
6" pizzubát í ítölsku kornbrauði. Kál, gúrkur, papriku, meiri pizzusósu og salt & pipar. Btw, highfive Orkamjas. Skil ekki hvernig sumir geta torgað heilum bát, ég gerði það einu sinni og var með magaverk það sem eftir var kvöldsins.
Mér fannst myndatakan töff, allt virkaði raunverulegra og meira eins og maður sé á staðnum þegar þetta er svona hand-held. Hinsvegar er ég ekki viss um myndina í heild. Gæti alveg eins verið léleg.
Leigði Cry Baby í Grensásvideo og horfði á aukaefnið. Þar voru viðtöl við flesta leikarana um myndina. Viötölin voru samt tekin a.m.k. nokkrum árum eftir að myndin var gerð. Það sást greinilegur munur á leikurunum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..