FOKKÍNG ÁTTIÐ YKKUR Á ÞVÍ AÐ MYNDIRNAR VERÐA EKKI EINS OG BÆKURNAR!!!!

Í alvöru: Eruð þið að djóka?!?!? Þetta eru oft meira en 700 bls. bækur og þið virkilega búist við því að þær (myndirnar) verði alveg eins?!??! Svo kvartið þið þegar öllum tilgangslausu smásögunum er sleppt og þegar atriði eru stytt (big shocker) og þegar persónurnar orða fokkíng línur öðruvísi.

Ef þið búist við eitthverju ‘Sin City’ sjitti frá þessum myndum þurfið þið aðeins að hugsa: “Væri hægt að gera myndirnar nákvæmlega alveg eins og bókina? Borgar það sig virkilega að gera alla litlu hlutina eins langa og í bókinni í staðin fyrir að stytta þá aðeins (og þannig breyta smávegis en halda samt aðal plottinu eins og áhorfandanum frá því að leiðast)?”

Ég meina það!

Jafnvel þó að myndirnar væru teknar ALVEG eins og bækurnar og yrðu 15 klukkutímar með allar línurar orðréttar og alla tilgangslausu hlutna í bókunum sem eru bara hálfgerðir fillerar væri fólk að kvarta. [vælurödd]“Í bókinni kom skýrt fram að Harry sæti hægra megin í herberginu og Ron í miðjunni en ekki öfugt, eins og í myndinni. Djöfull sökkaði hún. Va-va!”
Ég er ekki að djóka: Ég hef séð komment á myndirnar verri en þetta.

Og só þó að sum atriðin gerist talsvert öðruvísi! Það breytir samt ekki miklu þegar litið er á heildina.

Treystið mér: Ef myndirnar væru gerðar eins og þið viljið væru þær VIRKILEGA, VIRKILEGA MUN VERRI.



Afsakið þennan reiðiskork, ég hef bara verið að lesa yfir SVO margar, (Ó, SVO MARGAR) neikvæðar, fáránlegar gagnrýnir á nýju myndina (sem fá mig til að langa rosalega mikið til að öskra) að ég varð að losa mig við pirringinn.

Takk fyrir.