Þetta er ekki Þórshamar nei, samt oft kallaður það. Ég skal bara quota smá lýsingu fyrir þig: Krosslaga men Kross, oft kallaður Þórshamar, sennlegast frá um 1200. Krossinn er í rómönskum stíl, gagnskorinn og með dýrshöfði á lengsta arminum, og hefur band legið í gegnum ginið og krossinn borinn þannig. Frummyndin úr silfri, fundin hjá Fossi í Hrunamannahreppi. Þjms. 6077. Þetta er s.s. afsteypa af upprunalega gripnum sem er nú á Þjóðminjasafninu.