Það er eiginlega ekki hægt að segja hvaða gat er meira vesen en eitthvað annað þar sem það er afskaplega einstaklingsbundið. Fólk upplifir sársauka mismunandi og líkamar taka mismunandi við skartinu. Ég skellti mér á helix í fyrra og fannst það ekkert vesen. Ég hugsaði bara vel um það og núna er það alveg gróið. Sumir hafa nefnt að það sé svakalega vont að sofa á því, mér fannst það ekki nema bara fyrstu vikuna.