Kannast við þetta, að geta ekki sofnað vegna þess að það er svo svakalega mikið að gerast í hausnum á mér. Ég hinsvegar nenni yfirleitt ekki að eyða tíma í að reyna að sofna þegar ég veit að ég get það ekki. Fer þá í tölvuna eða eitthvað. Svo eins og einhver sagði er góð hugmynd að fara út að skokka. Hef gert það, snilld að fara út í ískuldann kl. 3 um nótt og koma svo heim þreytt.