Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cedric
Cedric Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
194 stig
——————————

Re: Trommarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er einmitt að hlusta á RX Queen með Deftones, takturinn hjá Abe þar er virkilega flottur.

Re: Grunge!

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sko… eins og þú segir þá eru nokkrar hljómsveitir sem hafa verið skilgreindar sem grunge eins og Nirvana, Soundgarden, Pearl Jam, Alice in chains osfrv, en oft á tíðum er tónlistin sem þessar sveitir voru að spila ekkert svo lík. Þess vegna er ég eiginlega á þeirri skoðun að grunge sé ekki tónlistarstefna í sjálfu sér heldur bara vakning/hreyfing í rokktónlist á einum ákveðnum stað (Seattle) á ákveðnum tíma. Það var smá umræða um þetta á Soundgarden-þræðinum um daginn, og þar kom ég með...

Re: Trommarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jamm mér tókst líka að fara á gigg með þeim áður en þau hættu… sólóið var magnað. p.s. lagasmíðarnar á Adore eru frábærar þó að lög eins og Pug og fleiri hefðu verið miklu flottari ef hann hefði trommað á þeim.

Re: Tónlistarmyndbönd

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tja Stand inside your love er flott myndband… en ég hef nú aldrei náð að fatta neinn boðskap eða skilaboð í því. Svona er ég nú vitlaus ;=).

Re: Tónlistarmyndbönd

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jú ég man eftir því… það var helvíti flott og frumlegt. Var valið myndband ársins minnir mig.

Re: Tónlistarmyndbönd

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Góður húmor finnst mér vera mjög mikilvægt atriði í að gera myndband gott.. og þar eru Foo fighters snillingar. Alltaf jafn gaman að horfa á Learn to fly, og Breakout myndbandið er líka nokkuð skondið. EmmTíVí sýndu um daginn 10 fyndnustu myndbönd sögunnar, og þar voru I want to break free m/Queen og Learn to fly ofarlega.

Re: Off the record, on the QT, and very hush-hush...

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Annað skemmtilegt að nefna við þessa mynd að bæði Guy Pearce og Russel Crowe eru ástralskir… eitthvað sem manni dettur alls ekki í hug þegar maður horfir á myndina, svo góðir eru þeir! Man einmitt eftir í aukadraslinu á DVD disknum, þá er viðtal við Guy Pearce og þar talar hann með þessum svakalega KrókódílaDundee hreim… flott hvernig þeir geta gjörsamlega skipt um á svipstundu.

Re: Off the record, on the QT, and very hush-hush...

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það eru einmitt svona myndir sem Hollívúdd á að æla útúr sér oftar. Gott handrit og margþættar persónur sem eru leiknar af fyrsta flokks fólki í góðum gír. Ég hef að vísu ekki lesið bókina, en ég las einhvursstaðar gagnrýni eftir gaur sem þótti bókin svo flókin að hann þurfti að gera glósur á meðan hann las hana til að fatta hvað var í gangi ;=). Þurftir þú þess Indy?

Re: Hver finnst ÞÉR besta hljómsveitin?

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála þessu, þessir listar gera lítið… fólk gæti kannski aðeins sagt frá því af hverju því finnst hljómsveitin góð og hvað maður ætti að hlusta á ef maður vill kynna sér hana…

Re: Önnur forritunarmál?

í Forritun fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tja… ég er að búa til vefapplications með ASP og VBScript þannig að ætli ég neyðist ekki til að merkja við “annað”… ætti ASP ekki annars að vera sem valmöguleiki fyrst PHP er það?? Þetta er reyndar í vinnunni, í skólanum er maður neyddur til að vinna í C++ ;)

Re: Girlfight

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Heyrðu já endilega… eftir allt það fallega sem þú hefur sagt um þessa mynd þá held ég að fólk hljóti að flykkjast aððér til að kaupa þennan miða…

Re: ÖMURLEG SKOÐUNNARKÖNNUN

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jamm það er nú töluvert af flokkum sem ekki eru nefndir… annars er ábyggilega alltaf einhver sem er óánægður af því að flokkurinn sem hann fílar er ekki nefndur, sama hvursu miklu er bætt við. Annað við þessa könnun, hver er munurinn á thriller og spennumynd???

Re: Trommarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er það eina sem fólk dæmir trommara eftir, hvað þeir eru fljótir á dobbúlkikkinu??? Mér finnst það skipta minnstu máli, bara að þeir séu hugmyndaríkir og geri eitthvað fyrir tónlistina þá eru þeir góðir trommarar í mínum huga… síðan er ekkert verra ef þeir geta haldið takti ;=).

Re: Hver finnst ÞÉR besta hljómsveitin?

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ringo var nú bara langsvalasti bítillinn að mínu mati, þó ég hafi ekki hundsvit á því hvort hann hafi verið góður trommari eður ei ;=). Hef aldrei gert mikið í því að hlusta á Bítlana, en ég fíla bíómyndirnar (hef bara séð Hard Day's Night og Help!) í tætlur, og þar var hann laaangflottastur!

Re: Sagem MC950

í Farsímar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hafiði prófað að lesa Sagem afturábak??? Ætli hann standi á bakvið þetta fyrirtæka???

Re: Söngvarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er Johnny Cash ekki einhver kántrílúði??? Hef ekki hugmynd um hver hinn er…

Re: Trommarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála með Jimmy Chamberlain, hann hefur rosalegan stíl og var sárt saknað á Adore. Sú plata hefði verið ennþá meiri snilld hefði hann spilað á henni. Veit að vísu ekki hvort einhver hérna hlustar á Sepultura, en Igor Cavalera trommarinn í henni er með þeim betri líka.

Re: Er rokkið dautt ?

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Erm… ég get nú hvorki séð að rokkið sé dautt né í einhverri sérstakri lægð… allavega ekki miðað við magnið af góðri rokktónlist sem hefur komið út upp á síðkastið.

Re: Guns N roses

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég á nú Matarlyst fyrir eyðileggingu einhvursstaðar á vínyl… hlustaði talsvert á hana þegar ég var 11 ára en ekki mikið eftir það ;=). Btw er þetta ný mynd sem er á aðalrokksíðunni?? Ef svo er, er þá AXXXl ekki búinn að vera með sama hárbandið (eða hvaðsemþettanúheitir) í tólf ár??? ;=)

Re: Hver finnst ÞÉR besta hljómsveitin?

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hehe mAlkAv ánægjulegt að sjá að Ohgeath er inná listanum hjá þér… ég myndi hiklaust setja þá hljómsveit sem einna þá mikilvægustu í íslensku tónlistarlífi á seinni hluta tíunda áratugarins. Ekki spurning (en í gvuðanna bænum reyndu að stafa það rétt! ;=) ). Ég nenni nú ekki að telja upp allar hljómsveitirnar sem ég hlusta á, en svona af þeim hljómsveitum sem ég hef heyrt í og kynnst síðasta árið, þá verð ég að segja að At the drive-in stendur uppúr. Það er sko rokktónlist í lagi… hef ekki...

Re: Söngvarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jonathan Davis… þar fer sko maður sem syngur af innlifun. Hann er líka með helvíti flotta rödd…

Re: Harrison Ford

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Toppleikari að sjálfsögðu! Síðasta myndin sem ég sá með honum var Presumed Innocent, og mér fannst hann bara þónokkuð góður í henni… alvarlegt hlutverk og hann skilaði því vel. Sá Mosquito Coast fyrir alllöngu síðan, og mig minnir að hann hafi verið alveg magnaður í henni líka. Fyrst þú minnist á K-19: Widowmaker myndina, þá er ansi áhugavert að sjá hvernig IMDb síðan um hana lítur út núna (http://us.imdb.com/Title?0267626)… þeir sem eru efstir á lista yfir leikara eru einmitt Fordarinn og...

Re: Tekjuhæsta mynd allra tíma !

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála clint, ég horfði á hana á RÚV og mér fannst hún ekkert hafa elst sérstaklega vel… Og ekki nema von að hún sé svona óendanlega löng… nú fer ég kannski ekki með rétt mál, minnið er aðeins farið að klikka, en ef mig misminnir ekki þá voru fyrstu 10 mínúturnar af myndinni bara “overture”, það var sýnd einhver stillimynd af einhverju grindverki eða e-ð og hádramatísk tónlist spiluð undir… fatta ekki alveg tilganginn meððí, kannski hafa þeir viljað vera vissir um að fólk hafi haft tíma til...

Re: A.I. og markaðssetning hennar

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta er ótrúlega vel hugsuð auglýsingaherferð… ekkert smá svöl. Ég hef að vísu ekki haft tíma til að fara inná margar af þessum síðum, en fór inn á eina sem á að vera heimasíða samtaka sem berjast fyrir auknum réttindum róbota… svalt!

Re: Söngvarar

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kurt Cobain er gott dæmi um söngvara sem er kannski ekki með góða söngrödd í klassískum skilningi, en söng af ótrúlegri innlifun og beitti röddinni vel… eins og talað er um í greininni. Ég persónulega fannst hann ekkert sérstakur fyrr en ég heyrði/sá Unplugged tónleikana… þar eru sko tilfinningar á bak við flutninginn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok