Frá unga aldri hef ég haft gaman af tónlistarmyndböndum sem eru frumleg og skemmtileg, mér hefur hins vegar fundist að síðustu ár hafi tónlistarmyndböndum hrakað, kannski hef ég bara minnkað það að horfa á þau. Myndbandið við Sonne er hins vegar algjör snilld og með því flottasta sem ég hef séð.

Uppáhaldsmyndböndin mín eru flest með Queen enda voru þeir snillingar á þessu sviði, tvö þeirra standa uppúr: “I Want to Break Free” (sem var bannað á MTV á sínum tíma) og “I'm going Slightly Mad”.

Duran Duran gerði á sínum tíma snilldarmyndbönd og ekki er hægt að líta framhjá löngu myndböndunum hans Michaels Jacksons.
<A href="