Ég hef mikið verið að velta fyrir mér grunge stefnunni undanfarið.
Frægustu “grunge” tónlistamenn eru án efa Nirvana (sem að mínu mati eru mestu snillingar allra tíma). Síðan hef ég heyrt fullt af fólki tala um Alice in chains sem grunge rokkara en ef að maður ber þetta saman þá eiga þessi bönd lítið sem ekkert sameiginlegt. Þannig að önnur hvor hljómseitin er ekki grunge.
Ég hef líka heyrt um einhver útgáfufyrirtæki einbeiti sér aðallega að grunge rokki (þ.á.m. Sub Pop records sem að gáfu út bleach með Nirvana), vandamálið er bara það að ég hef aldrei fundið neitt frá þessu útgáfufyrirtæki og hef þar af leiðandi aldrei fundið neina hljómsveit sem að spilar einu sinni svipaða tónlist og Nirvana gerðu, (nema náttúrulega íslensku hljómsveitina noise).
Hvernig skilgreinir maður grunge rokk og hvað eru bestu grunge hljómsveitirnar??? Og ef að þið vitið um einhverjar plötur frá sub pop þá megið þið endilega láta mig vita af þeim.

Takk.