Halló rokkarar.
Rokkarar, málið er að ég og ábyggilega fleiri vilja koma því aðeins á blað hvaða rokk hljómsveitir eru flottar og góðar, sem getur alla vega gefið okkur hinum kannski tækifæri á að kynnast fleiri hljómsveitum. Nefndu þínar bestu hljómsveitir. Gangrýni er helst ekki með inní málinu, því þetta er álits grein ekki gagnrýnisgrein. Ef einhverjum finnst Limp Bizkit góð hljómsveit þá er það bara hið fínasta mál. Þetta kemur í raun í stað fyrir skoðanakönnun sem ég ætlaði að gera, en já, það vantar alltaf eitthvað í þær. Og hérna geturðu nefnt fleiri en eina hljómsveit.
Það er beðið um hljómsveitir sem eru góðar, ekki hljómsveitir sem gefa út eitt flott lag, og síðan heyrist ekkert meir frá þeim.

Hvað finnst þér?

Mínar hljómsveitir eru þessar hérna sem mér finnst flottastar í Rokkinu :

AC/DC (alltaf góðir)
Iron Maiden (Svíkja aldrei)
Deep Purple Mark II (Ian Gillan section)
Pink Floyd (Flottir þegar þeir rokka)
Led Zeppelin (Er hægt að segja meira)
Kiss (Fínir í rokkinu)
Black Sabbath (Eina ástæðan sem Ozzie varð frægur)
Van Halen (Flottir)

Jæja, eg er að gleyma einhverjum, en hey maður getur skrifað aðra grein. Svo er líka ágætt að einhverjir fái sinn skerf af hljómsveitum. Það er náttúrulega allt í lagi að hljómsveitir eru nefndar aftur, þitt álit skiptir, ekki hinna.