Off the record, on the QT, and very hush-hush... Ég ætla nú að skrifa um hina frábæru mynd Curtis Hanson, L.A. Confidential en hann leikstýri hinni frábæru Wonder Boys nú á dögunnum.

L.A. Confidential gerist um 1950 í Los Angeles, út á við er þetta draumaborgin þar sem frægð og auður er einkennandi fyrir alla þá sem í henni búa og enginn er talin maður með mönnum nema hann eigi eitthvað undir sér.
En á bak við alla frægðina og peningana leynist allt annar heimur sem er öllu alvarlegi, það er heimur þar sem spilling og svik ráða ríkjum, heimur ríka og fræga fólksins sem gerir hvað sem er til þess að halda ímynd sinni og stöðu í þessu ótraustanlegu félagi, þar sem jafnvel lögreglan er flækt í spillingarvef fræga fólksins.
En hlutirnir eru um það bil að breytast. Hrottalegt fjöldamorð er framið á litlum veitingarstað og í ljós kemur að einn af hinna myrtu er rannsóknar lögregla. Félagi hans, Bud White(Russell Crowe) er ákveðinn í að komast um þennan glæp, þegar hann byrjar að spyrja fólk meira um félaga sinn kemst White að því að félegi hans hafi verið flæktur í stórum glæpahring. White ákveður að hefja rannsókn á málinu upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að þar er hann búinn að stinga sér í lífshættulegan hyldýpi svika og morða sem eiginn er óhultur.
Svo um leið neyðist hann til að glíma við aðra félaga sína í lögreglunni sem gætu allt eins verið illa í málið flæktir.

Persónulega er þessi mynd ein af 20 uppáhalds myndunum mínum!
Mér finnst sagan það besta við myndina og svo þessi skemmtilega leikstjórn og val á leikurum það stendur einnig uppúr. Ég las bókina fyrir stuttu og fanst hún sæmileg en það vantaði svo skemmtilega parta í bókina sem var í handritinu eins og fléttan með Rollo Tomoasi og fleirri hlutir.
Myndin var tilnefnd til níu Óskarsverðlauna og fékk tvo:

Handrit byggt á öðru efni - Curtis Hanson og Brian Helgeland *
Leikkona í aukahlutverki - Kim Basinger *
Besta mynd
Leikstjóri - Curtis Hanson
Score - Jerry Goldsmith
Hljóð
Myndataka
Klipping
Besta sviðsstjórn

Leikstjóri: Curtis Hanson
Leikarar:
Kevin Spacey
Russell Crowe
Guy Pearce
James Cromwell
Kim Basinger
Danny DeVito


Minn dómur: * * * * af * * * *

IndyJones

- Endilega skrifið ykkar álit á þessari frábæru mynd -

Off the record, on the QT, and very hush-hush…