Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Rudy & Rodger

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þeir eru að vísu í eldri kantinum en utan það finnst mér þeir ekki vera mjög líkir. Mér líkaði aldrei vel við Rudy, mér fannst hann bara vera hálfger leiðindagaur og fýlupoki. En mér líkar mjög vel við Rodger, hann er mjög viðkunnulegur og ég held að það hafi hjálpað honum að hanga svona lengi.

Re: Leikmaður mánaðarins í NBA!

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það var ráðist á hann á næturklúbbi í sumar. Hann var stunginn ellefu sinnum með hníf í háls og höfuð. En flest sárin sködduðu bara hörundið, og hann náði sér furðu fljótt. Lögreglan er enn að leita að árásar mönunum/manninum.

Re: Hraunað á karlmenn...

í Húmor fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mér fannst þetta mjög fyndið.(þó að ég sé sjálfur karlmaður)

Re: Rockets í úrslitakeppnina?

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þeir ná alveg örugglega ekki í úrslitakeppnina þetta árið, því það eru svo fáir leikir eftir og Minnesota og Phoenix eru þrem sigrum á undan þeim, en kannski næsta á

Re: Champ Man Editor

í Manager leikir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Heyrðu, Andres18 Prófaðu að fara á www.easports.com, það gæti eitthvað verið þa

Re: Kelly & Susan

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég held að hún hafi verið svona reið því að Kelly kaus hana en ekki Rudy(eða var það Richard?)

Re: Kemp hættur

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hann leikur allvega ekki meira á þessari leiktíð, en hann er ekki alveg hættur. Hann hafði víst verið kókaín neytandi í nokkur ár og voru liðsfélagar hans orðnir áhyggjufullur hans vegna.

Re: Champ Man Editor

í Manager leikir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hvað meiniði? ,Ekki nota editorinn". Ég er alltaf að nota editorinn, en ég breyti aðeins því sem gerist í alvöru. Eins og þegar Rio Ferdinand var seldur til Leeds, breytti ég því umsvifalaust í editornum. Það er ekki svindl nema að maður setur kannski alla bestu leikmennina í eitt lið.

Re: Leikmaður mánaðarins í NBA!

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er frábært að Paul Pierce sé að spila svona vel, sérstaklega eftir árásina sem hann varð fyrir í sumar.

Re: Inter á höttunum eftir Govou

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Inter, þeir kaupa leikmenn norður og suður og geta svo ekki neitt.

Re: Ætlar Jordan að byrja aftur ?

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hann hefur verið að æfa með Wizards, en hann segist samt ekki ætla byrja aftur.

Re: Metallica!!!

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Metallica eru bestir!

Re: Skemmtilegasta liðið

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Dallas hefur komið mér mjög á óvart. Ég bjóst við að þeir myndu verða betri en í fyrra en ég bjóst ekki við því að þeir myndu verða með topp liðunum í deildinni. Ég hélt að miami liðið yrði ekki mjög burðugt þegar Mourning veiktist, en þeir hafa staðið sig mjög vel. Það gleður mig að Clippers eru að sína lífsmerki. Þeir eru með fullt af ungum leikmönnum, eins og Odom, Miles, Maggette og Olowakandi og eru að spila alveg ágætlega og eru að sína frábær tilþrif. Ef að þeir ná að halda í þessa...

Re: Cast Away

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta er alveg frábær mynd. Þegar ég var að ganga út úr bíóinu sagði ég ,,Ég ætla sko að kaupa þessa mynd þegar hún kemur út á DVD". Hann Tom Hanks klikkar ekki.

Re: Spineshank

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég hef aðeins heyrt tvö lög með þeim, Transparent og (Can´t be) fixed. Og þau eru helvíti góð.

Re: Besti Bassinn

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég held að Les Claypool sé besti bassaleikarinn sem er uppi í dag en Cliff Burton var bassaleikari af Guðs náð. Einn bassaleikari sem mér finnst ekki fá nógu mikla athygli er David Ellefson hjá Megadeth, það er meiriháttar að hlusta á hann spila.

Re: Besti trommarinn

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 1 mánuði
Lars Ulrich hjá Metallica er lang besti trommari í heimi.

Portland sigraði Utah

í Körfubolti fyrir 23 árum, 1 mánuði
Utah vinnur þá bara í úrslitakeppninni. Áfram Utah!

Re: Jason Newsted á tónleikum 1. apríl !!!

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já það var sorglegt þegar hann hætti.

Re: Reggie Miller

í Körfubolti fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Til hamingju Reggie!

Re: Iverson ekki glaður

í Körfubolti fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Iverson hefur látið frægðina alveg stíga sér höfuðs. Honum er alveg sama þó að það sé verið að gera gott fyrir liðið svo lengi sem það kemur sér vel fyrir hann. Í sumar samdi Sixers liðið við skotbakvörðinn Vernon Maxwell oghann og Iverson urðu mjög góðir vinir. En svo í lok desember mánaðar leysti liðið upp samninginn við Maxwell svo að þeir gætu samið við leikstjórnandann Kevin Ollie. Þessi ákvörðun var góð hjá Sixers því að aðalleikstjórnandinn þeirra Eric Snow meiddist. Iverson varð...

Re: Strickland leystur undan samningi hjá Wizards

í Körfubolti fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég held að þetta sé skref í rétta átt hjá Washington, því með að leysa Strickland undan samningi losa þeir sig ekki aðeins við vandræðagemsa heldur lækka þeir launaþakið hjá sér þó nokkuð. Þeir gætu því fengið góða leikmenn til sín í sumar fyrir næsta keppnistímabil.

Re: Ekki komin ný lög með metallica !

í Metall fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvar er hægt að kaupa þessar Metallica dúkkur?

Re: Derrick Green:Ástæðan fyrir að Jason Newsted hætti

í Metall fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þegar Jason var hjá Flotsam & Jetsam samdi hann mest öll lögin þeirra(ef ekki öll). Og það má heyra á …And Justice For All plötunni að bassinn gjörsamlega heyrist ekki og var Jason heldur óhress með það. Þetta er mjög leiðinlegt að heyra en þrátt fyrir þetta munu Þeir í Metallica alltaf vera í Guðatölu hjá mér. Ég vona bara að Jason muni ganga vel í tónlistabransanum(ef hann leggur það sér á hendur). Er kannski mögulegt að Jason muni ganga til liðs við Sepultura? Það væri skemmtilegt.

Re: Derrick Green:Ástæðan fyrir að Jason Newsted hætti

í Metall fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þegar Jason var hjá Flotsam & Jetsam samdi hann mest öll lögin þeirra(ef ekki öll). Og það má heyra á …And Justice For All plötunni að bassinn gjörsamlega heyrist ekki og var Jason heldur óhress með það. Þetta er mjög leiðinlegt að heyra en þrátt fyrir þetta munu Þeir í Metallica alltaf vera í Guðatölu hjá mér. Ég vona bara að Jason muni ganga vel í tónlistabransanum(ef hann leggur það sér á hendur). Er kannski mögulegt að Jason muni ganga til liðs við Sepultura? Það væri skemmtilegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok