Ég skrifaði hjá besti trommarinn að þeir gleymast oft greyin vegna þess að söngvarinn og gítarleikarinn fá mest athygli en bassin fær samt lang minnstu athyglina oft heyrist hann ekki nema að þú hækkir hann upp en á hans yrði tónlistinn frekar þunn.
Bassin var á dögum Elvisar bara rykugur hluti af ryðmanum og fáir pældu mikið í fjögurra strengja hljóðfærinu þá skipti röddin öllu(Elvis var bara rödd,mjög góð rödd)og útaf mönnum eins ig Chuck Berry þá var gítarinn frekar áberandi.
En rokkið dó svo koma Bítlatíminn og bassin fékk ekki upreisnar æru fyrr en eiginlega 65 þá fór Paul McCartney(The Beatles) að færa bassan framar og gerði hann að sjálfstæðari hljóðfæri, spilað melódíur og svona á hann en allt hans effort er lítið í samanburði við John Enwistle (The Who) og það heyrist strax í laginu My genaration þar sem bassinn sem mjög greinilegur og ólíkur öllu öðru frá þessum tíma, John hélt sér aldrei í svona fyrirfram ákveðnum stíl eins og flestir aðrir heldur gerði hann bassan að alveg sjálfstæðu hljóðfæri og hann kom með fullt af lögum sem voru eiginlega bara bassi og trommur.
Ári seinna kom Jack Bruce(Cream) annar ótrúlegur bassisti og svo komu Zeppelin og John Paul Jones og seinna komu gaurar eins og Chris Squire(Yes) og Geddy Lee.
Bassinn hefur ekki fengið margar svona ofurstjörnur síðan og oft fær bassin ekki mikið rými nema hjá td Nirvana og ég hef heyrt marga tala um bassaleikarann í Primus en ég þekki þá ekki.
John Entwistle er besti bassaleikari jarðarinnar að mínu áliti og ég er ekki heilalaus Who aðdáandi þó ég hafi valið Keith Moon(The Who) besta trommarann, ég myndi hafa Who í 3 sæti ýfir bestu hljómsveitir allra tíma 1#The Beatles 2#The Rolling stones 3#The Who og svo kæmu Led Zeppelin eða Kinks eða eitthvað annað.