Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Áfengi í kjörbúðir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hér á norðurlöndunum allaveganna í því landi sem ég bý þá er bjórinn sem seldur er í matvöruverslunum ekki eins sterkur og sá sem maður kaupir sér í “ríkinu”. Yfirleitt er það 3,5 % sterkur bjór sem er seldur, og væri þá hægt að gera slíkt hið sama heima á fróni.

Re: Könnun

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
hehehe góður !!

Re: Sims on Holiday =)

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst nú ekkert meira en sjálfsagt að ef maður hafi virkilega gaman af einhverjum leik að maður fari út í búð og kaupi sér leik. Ef að allir myndu nú fara að downloda leikjum af netinu og engin kaupa þá myndu nú flest fyrirtækin hætta að búa til leiki, ekki satt ? Svo ef þið hafið virkilega gaman af The sims þá út í búð með ykkur og verslið ykkur eintak :) Simskveðja Alfons

Re: Sims on Holiday =)

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Leikurinn kemur út í vor :) EsterP - með viðbæturnar þá gæti verið að þú þurfir allaveganna að hafa living it up viðbótina til þess að geta haft hinar. En ég er samt ekki viss. Það skiptir líka miklu máli að hlaða viðbótunum inn í réttri röð svo leikurinn gangi vel fyrir sig. Þannig að ef þú ert með allar viðbætur þá seturu fyrst inn The sims - living it up - house party - hot date - og svo væntanlega nýjustu viðbótina sims vacation. Simskveðja Alfons

Re: The Sims orðið tveggja ára

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já þessi leikur er alveg frábær, hann hangir enn inni á topp 10 listum í mörgum tövlubúðum sem maður fer í, sem er frábært að sjá. Og ég get allaveganna sagt fyrir mína parta að ég mun halda áfram að spila Sims um ókomna tíð :) Simskveðja Alfons

Re: Veit einhver eithvað um Sims Vacation!!!

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er búið að skrifa um Sims vacation viðbótina hér, svo þú getur athugað gamlar greinar og svo getur líka auðvitað lesið um viðbótina á http://www.thesims.com Simskveðja Alfons

Re: HALLÓ

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Af hverju sendir þú ekki eitthvað inn s.s. grein, mynd eða könnun ? :)

Re: Búa til barnið :)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Svo er nú líka annar sálfræðilegur þáttur inní þessu, sem ég lærði þegar ég las sálfræði. Að þegar fólk er svo upptekið af því að reyna að eignast barn þá í mjög mörgum tilfellum gengur það ekki upp þ.e. frjógvun á sér ekki stað. Og þetta er vegna stressins yfir því að eignast barnið, fólk verður svo upptekið af því andlega að það bara gengur ekki líkamlega. Svo oft þegar þetta fólk t.d. gefst upp á því að reyna og gefur hugmyndina bara upp í bátinn eða ákveður að ættleiða þá verður oft...

Re: Hjálp!!

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skrýtið ! Ertu viss um að þú hafir hlaðið inn rétt ? Ég veit ekki hvað maður getur ráðlagt þér annað en bara að prufa að taka allt út aftur og hlaða inn aftur. Simskveðja Alfons

Re: Sims Holiday/Sims Vacation?

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á heimasíðunni þeirra stendur að leikurinn á að koma út í vor, þá væntanlega í USA - tekur kannski eitthvað lengri tíma að koma í Evrópu.

Re: Tvær aðferðir til að verða fullkominn simsi

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei það er simsleikur þar sem maður getur spilað við annað fólk þá á netinu. Það er samt ekki búið að gefa hann út enn en hann á að vera á leiðinni.

Re: Hönnun/föndur

í Hugi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já ég væri alveg til í þetta, allaveganna föndur hlutann :)

Re: Tvær aðferðir til að verða fullkominn simsi

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei þarft ekki sítenginu eða netið yfirleitt nema þú viljir downloada hlutum af netinu. Farðu í BT eða álíka búð og biddu um Sims leikinn, þú sérð ekki eftir því.

Re: Einhvað að hot date, eða tölvunni!!!!!

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ef þú fórst yfir leikinn með file cop þá finnur það prógramm ekki alltaf skemmda hluti. Þetta gerðist hjá mér á tímabili og ég fór yfir með file cop sem fann ekkert að. En svo fór ég sjálf yfir hvern og einn hlut sem ég hafði í viðkomandi húsi (gott að byrja með hlutum sem maður hefur nýlega keypt) og þá kom í ljós að klósett sem ég hafði hjá mér var skemmt file. Sem svo olli því að leikurinn var alltaf að slökkva á sér. Svo ég myndi ráðleggja þér að kíkja vel yfir hlutina í húsinu sem þú...

Re: Tvíburar

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Bíddu kom hinn tvíburinn eftir að “upprunalega barnið” stækkaði frá því að vera ungabarn til þess að verða barn ? Ef svo er þá hefur það aldrei gerst fyri mig. Er ekki bara gaman að fá eitt barn svona í kaupbæti ? ;)

Re: Uppáhaldsleikarar

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst Tom Hanks frábær !

Re: The sims dettur útaf hjá mér..

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú veist að maður verður að hlaða leikjunum inn í réttri röð, eftir að maður er búin að hlaða inn hot date er ekki gott að fara að hlaða inn hinum viðbótunum. Sem sagt fyrst að hlaða inn The sims, svo living it up, svo house party og að lokum hot date. Þá ætti leikurinn að ganga vel fyrir sig :) Simskveðja Alfons

Re: Afhverju að borga ?

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
lol - já ég held nú að flestir hafi skilið það, en þetta var mjög fyndið :D

Re: Afhverju að borga ?

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
btw. flott skin hjá þér !

Re: Sjónauki/Geimverur.

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er nú eiginlega of stutt en ég ákvað að hleypa þessu í gegn. Þetta hefur komið fyrir mig, þeir hverfa bara í nokkra tíma og koma svo aftur allt í lagi með þá. Svo maður þarf allaveganna ekki að hafa áhyggjur ! Simskveðja Alfons

Re: Afhverju að borga ?

í The Sims fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég myndi aldrei borga fyrir að fara að downloada fyrir sims, eða fara á simsíðu. Það er svo ótrúlega mikið af síðum þarna úti að ég get ekki trúað því að fólk fari að borga fyrir þetta. Ég held frekar að síðan myndi hætta því fólk myndi ekki vilja borga. Allaveganna myndi mér aldrei detta það í hug. Simskveðja Alfons

Re: leikskólabörn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nei ekki mjög mikil :)

Re: leikskólabörn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EsterP - Allaveganna var það á leikskólanum sem ég vann á að það var lokað og allir fóru þá í frí á sama tíma en það er auðvitað misjafnt eftir leikskólum. Grind - Ég get nú ekki sagt að það sé létt að vinna á leikskóla.

Re: leikskólabörn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta er nú ekki heldur skemmtilegt fyrir starfsfólk leikskólanna að fara alltaf í frí á sama tíma á hverju sumri.

Re: Höll minninganna

í Bækur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst hann alveg frábær rithöfundur, sem betur fer hafa nú ekki allir sama smekk :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok