Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

325DP
325DP Notandi frá fornöld 28 stig

Re: Pjakkur :)

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég tékka reglulega á því hvort Pjakkur sé ekki búinn að finna sér heimili…. vildi að ég gæti tekið hann að mér en það er nógu erfitt fyrir mig að ala minn hvolp upp (-: Held reyndar að Logi litli yrði félagsskapnum feginn en ég treysti mér ekki í tvo. Krossa fingur fyrir Pjakk og vona að hann finni bráðum heimili. Kv. 325DP

Re: www.hundur.is - ef þig vantar félaga!!!

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Var að skoða síðuna. Hann Pjakkur er svooooo sætur…. maður finnur til með honum að eiga ekkert heimili )-: 325DP

Re: Dýravinir bara þegar okar dýr eiga í hlut?

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég kalla það hræsni að ákalla móður jörð og segjast bera ómælda virðingu fyrir móður jörð og öllum lifandi verum og að lausnin sé að borða ekki dýrakjöt! Er það ekki aðeins of mikil einföldun??? Sem sagt: þú getur dömpað eiturefnum í sjóinn (og drepið þannig sjávarlífverur) og mengað landið með geislavirkum úrgangi (og drepið þannig dýr sem lifa af landinu) og rutt regnskógana þangað til ekkert er eftir (og útrýmt þannig dýrategundum sem eingöngu finnast í regnskógunum)… en ef þú bara borðar...

Re: Sífellt gelt

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þetta er enskur cocke

Re: Raunir tilvonandi hundaeiganda

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég ætlaði einmitt að fá mér beagle líka en skipti síðan um skoðun og fékk mér enskan cocker… Ég hafði nefnilega heyrt að beagle séu sjúkir í að grafa í garðinum og nánast ómögulegt að venja þá af því, auk þess sem það er í eðli þeirra að strjúka. Hvernig væri nú að einhver beagle eigandi léti í sér heyra og segði okkur frá tegundinni!!! Kv. 325DP

Re: tegundin

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er nú ekki langt síðan það var spurt að þessu (-: En mér leiðist ekkert að segja frá því að ég á enskan cocker spaniel, hvítan og ljósbrúnan (orange roan). Kv. 325DP

Re: Grein sem allir hundaunnendur ættu að lesa !!!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Til að svara “voff” þá langar mig nú að benda á að fram hefur komið að það fær ENGINN að fara inn í hundahúsið… þess vegna eru það fáir sem geta sagt til um hvernig þar er umhorfs. Mig langar til að velta því upp hvernig hugsað sé um litla hvolpa þarna? Flestir ræktendur sem ég veit til (þ.á.m. ræktandinn sem ég keypti af) hafa tíkurnar sínar og hvolpana inni á heimilinu en ekki úti í skemmu eða hundahúsi eða eitthv. annað. Það er nú varla möguleiki þegar það eru yfir 100 hundar á einum stað...

Re: Stolist í rúmið

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Já sorrý…. ég gleymdi náttúrulega að segja aðalsöguna sem var um það að ég vaknaði í morgun við vekjaraklukkuna og þá var voffinn búinn að lauma sér uppí um nóttina án þess að vekja mig og stein svaf í rúminu við hliðina á mér og m.a.s. undir sænginni !!! Það útskýrir fyrirsögnina. Kv. 325DP

Re: Hundur með hárlos!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Til hamingju með barnið. Ráð gegn hárlosi: Fyrst þetta er svona hvimleitt vandamál þá skaltu fara með hundinn til dýralæknis. Þeir eiga sérstakar vítamínsprautur sem eiga að virka gegn hárlosi og geta líka gefið góð ráð varðandi fóður. (Ég átti kött sem fór úr hárum alla tíð og fékk einu sinni þau ráð að gefa honum hafragraut…. virkaði ekki). Bara kaupa klassa fóður, aldrei í stórmarkaði. Bara gefa þurrfóður því þar eru öll vítamín sem hundurinn á að þarfnast. Ekki gefa hundinum afganga því...

Re: Hundategundir

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eftir mjög ítarlega skoðun fékk ég mér enskan cocker. Ástæða: Hann er lítill, þarf ekki of mikla hreyfingu en hreyfingu þarf hann þó, hann er glaðlyndur og alveg einstaklega fallegur. Ef ég hefði getað valið mér hvaða tegund sem er hefði ég fengið mér Doberman eða Weimaraner (glæsilegustu tegundir sem ég hef séð). En ástæða þess að ég fékk mér ekki svoleiðis hunda er að þeir þurfa rosalega mikla hreyfingu og mikla athygli sem ég get ekki veitt þar sem ég vinn allan daginn úti. Kv. 325DP
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok