Raunir tilvonandi hundaeiganda Komiði heil og sæl.

Ég er búinn að velta mikið fyrir mér síðustu árin að fá mér
hund, og hef nú ákveðið að gera það í haust, um leið og ég er
kominn heim úr sumarleyfi.

Eftir að hafa kynnt mér vel hvað hentar best mínum
heimilisaðstæðum, hef ég ákveðið að fá mér Beagle hund.

Ég umgengst hunda daglega, og hef mikla reynslu af þeim,
þannig að ég hef engar áhyggjur af uppeldishlutanum . Hins
vegar finnst mér erfitt að vita hverjum á að treysta þegar kemur
að því að velja sér ræktendur. Ég hef keypt einn hvolp (sem nú
er heimilishundur í föðurhúsum), og þá keypti ég “hreinan”
Springer spaniel úr umdeildu húsi við Suðurlandsbraut. Ég
var alveg grunlaus um hvað gekk á þar, og það var ekki fyrr en
ég sá myndir af því í sjónvarpi að ég byrjaði að safna saman
vitneskju um hvaða viðbjóður viðgekkst þar. Sem betur fer er
sá hundur bæði líkamlega og andlega heill, og fyrir mér vakti
aldrei að kaupa einhvern sýningarhund, svo að það var ekki
meira mál en svo.

Á móti kemur að mér er ekki sama hvernig fyrstu vikurnar í lífi
hundsins líða lengur, og þótt að ég hafi engan áhuga á
einhverju sýningarstússi, þá vil ég eiga heilbrigðan og vel
ræktaðan hund, og hef engan áhuga á að borga hátt verð fyrir
falsaðar ættbækur. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta,
komu margir hlutir upp á yfirborðið, og Dalsmynni var oft nefnt,
þar sem sagt var að þar væru ræktaðir Beagle hundar. Flestir
sem ég hef talað við ráða mér frá því að leita þangað, Beagle
síðan þeirra hvarf af netinu, ég er búinn að lesa umræðuna
hérna á netinu, og ég er þeirrara skoðunar að sjaldan sé
reykur án elds.

Ef þið eigið ábendingar fyrir mig, aðrar en að fara í gegnum
HRFÍ (ég er þegar að reyna koma mér í samband við rétta
fólkið þar) þá eru þær vel þegnar. Sömuleiðis fagna ég því að
umræða um uppruna hvolpa og misbresti í hundaræktun eigi
sér stað hér og nýjir hlutir þar dregnir fram í dagsljósið, því að
fólk sem á hunda er spurt ráða, og því meira sem maður veit,
því betri ráð gefur maður.