Nú er ég komin með nóg, er búin að vera stanslaust í ræktinni síðan í mars í fyrra og er bara búin að þyngjast og fitna, er virkilega komiin með ógeð á þessu. Byrjaði á herbalife til að reyna að fá eitthvað í gang hjá mér en það virkar ekki. Ég borða eins hollt og ég get, fæ mér nammi á laugardögum og er ótrúlega dugleg í ræktinni. Nei ég heng ekki í stigavélinni eins og asni, ég er að lyfta og brenni eftir það. Langar að henda mér í gólfið og gráta þegar ég stíg á vigtina eða mæli mig. Allt þetta erfiði fyrir ekki neitt, ekki NEITT.
Núna er ég alveg að gefast upp en langar að prófa EITT í viðbót, brennslutöflur til að reyna að sparka brennslunni í gang hjá mér. Er eitthvað hérna á íslandi sem virkar? auðvitað myndi ég ekki hætta í ræktinnni þegar ég byrja á þeim, langar bara að fara að grennast, það geta það ALLIR nema ég. Allar herbalife stelpurnar að missa 15 kíló á 10 vikum, og ég þyngist um 5 kíló.
Hydroxycut? virkar það eitthvað?
getiði komið með einhver ráð handa mér áður en ég byrja að grenja og gefst upp og verð feit það sem eftir er.
nenni ekki að fólk sé að segja “vertu bara meira í ræktinni:P:P” “BORÐAÐU HOLLT” “það virkar ekkert löglegt brennsluefni” yadayadayada, ég er búin að heyra þetta allt áður, núna langar mig bara að líta vel út í bikiníi
var 75 kíló fyrir ári, núna er ég 80 og vigtin heldur bara áfram að fara upp.
plís viljiði hjálpa mér, er desperate