Ég hef núna verið að fara í ræktina í kringum 3 ár eða svo og undanfarna mánuði(sirka 4 mánuði) þá hef ég verið að einblína mjög mikið á þolæfingar og þannig stuff en fram að því var ég bara í lyftingum. En ALLTAF þegar ég er að taka þolpróf og svoleiðist í íþróttum einsog peeptest og coopertest(hlaupa x marga hringi á ákveðnum tíma) hef ég algjörlega sökkað, ég get bara ekki hlaupið sjitt. Svo eru gæjar með mér í bekk sem hafa ekki stigið fæti inní líkamsrækt og éta óhollt sem eru að gera betur en ég WTF? Ég veit það að fyrstu 4 æviárin mín var ég eitthvað mjög veikur og læknarnir sögðu að ég yrði að vinna upp þolið. Hvað mæla sérfræðingarnir hérna með að ég geri? Á þessari stundu hjóla ég fyrst í 25 mín og tek svo slatta af magaæfingum og svo bæti ég einhverju við það og svo heim bara. Er ég kannski ekki að reyna nóg á mig þegar ég hjóla eða?
aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvxyýzþæö