ég var að pæla hvernig prógram ég gæti farið á núna. Ég var fyrst á 5x5 prógrami allveg í 12 vikur og svo tók við prógram sem var svona prósentu prógram og stóð yfir í 4 vikur sinnum 3 en þá tók ég vel á því alla daga nema miðv. og helgar og fjórða vikan var bara easy going.

Svo er ég núna að spá hvað ég ætti að gera eftir það en ég var að pæla að fara aftur á svona 5x5 því mér langar svo að þyngja mig um heilan helling og þetta er svo tilvalið í það.

Prógramið er þannig að ég tek mán-miðv.-fös. og sleppi þá þriðjudögum og fimmtudögum og þá væntanlega helgum líka en þetta er það sama og hitt 5x5 prógramið sem ég tók.

Spurningin er því sú að hvort það sé sniðugt að taka svona fáa daga í viku ef maður ætlar að þyngja sig(þetta eru samt intens dagar og ég tek mjög þungt og borða vel með því) og líka hvort ég ætti að vera að taka svona aftur því þetta er voða svipað og seinasta 5x5 prógramið var ?
aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvxyýzþæö