Blessaðir ákvað að leita hjálpar hjá ykkur lyftingarmönnunum, þar sem þið ættuð að vera besti kosturinn hvað varðar þetta vandamál.

Eins og titillinn segir að þá vantar mig hjálp við að þyngja mig, þarf að þyngja mig um svona 5-7kg. Hef nefnilega alltaf verið bara fastur í ákveðinni þyngd og það er 73.5kg. en í dag steig ég á vigtina eftir langan tíma og mér til mikillar furðu að þá var ég búinn að léttast um 7.kg frá því í sumar. er núna 66.3.kg. sem er allt of létt fyrir mann eins og mig.

Er frekar köttaður og svona, ekki til fituræma utan á mér. En málið er bara að mér lýst ekkert á þetta. Brennslan hjá mér er alveg gríðarlega hröð. allt sem ég borða að ég brenni því bara strax í burtu, sest ekkert á mig. Ég stunda náttúrulega mikla hreyfingu, hleyp mikið og boxa síðan eins oft og ég get..

Þannig að hver væri besta leiðin fyrir mig til þess að þyngja mig um svona 7.kg. Hvaða matur er svona best fyrir mig að borða og allt þetta…

Bætt við 18. janúar 2009 - 23:13
Ég borða meira heldur en flestir vinir mínir og þeir borða mikið… Samt sem áður að þá bara brenni ég þessu eins og ekkert sé.
-