Bara uppá djókið og fyrir forvitnis sakir langar mig að spyrja ykkur hvað þið eruð svona að taka í gymminu (þyngdir) og látið fylgja með aldur ykkar og hversu lengi þið hafið verið að lyfta.

Einnig langar mig að spyrja að því hvort þið sem eruð að nota efni eins og kreatín og borðið haug af próteini og allskonar fæðubótarefnum, virkar þettað eitthvað svaka vel eða eikst árangurinn bara lítið ? Fynniði mikinn mun á að eftir að þið byrjuðuð að nota efnin ( í ræktinni, meiri þyngdir? )

Ég er allavega 19 ára enn sem komið er og er bara búinn að vera í ræktinni í 3 mánuði að lyfta. Þar áður var ég búinn að sitja í tölvunni í fleiri fleiri ár og aldrei stundað neinar íþróttir.

En já mér þætti það leiðinlegt ef einhver færi að koma með neikvæð comment á þennan kork minn og vera með einhverja stæla.Ég hef ekki áhuga á svoleiðis.

1.Bekkpressan = Pumping 65 kíló
max = 80 kíló

2.Handlóð = 15 kíló
max = 18 kíló

3.Niðurtog = Venjulega 100-110 kíló
max = 140 kíló

4.Fótpressan = 175-200 kíló ( minnir mig )
max = Man ekki

Hef ekki prófað neitt eins og kreatín eða nein fæðubótarefni ennþá en get sagt ykkur það að fyrir ári síðan þá hefði ég ekki getað lyft 50 kílóum í bekk og rétt getað loftað 12 kílóa handlóðum, var ekki í neinu formi og núna síðan ég byrjaði að lyfta fyrir 3 mánuðum þá hef ég misst 12 kíló og flestar buxur orðnar ónothæfar vegna þess að þær eru of stórar.

Anywho tjáið ykkur, væri gaman ef einhver gæti sagt mér meira um kreatín og hvernig það virkar og svoleiðis.

JonMaiden
I will never doubt the power of those in love.