Sæl verið mig langaði að skrifa um reynslu mína í lyftingum og komandi framtíð sem ber í skauti sér.

Þetta byrjaði allt sumarið 2007 þá var ég nýbúinn með 9 unda bekk og svona farinn að hugsa með sjálfum mér hvort ég vildi breyta um lífstíl og lifa heilsusamlegu lífi eða bara alls ekkert huga að heilsunni og safna aukakílóum.
Ég byrjaði á því að kaupa mér kort í gymmið, á þessum tíma vissi ég ekkert um lyftingar en pabbi vinar míns kenndi mér nokkrar æfingar sem kom mér virkilega af stað í þessu. ég byrjaði á því að taka bekkinn. á þessum tíma tók maður ekki nema 30kg x 4.(núna hlæ ég að þessari þyngd)
Pabbi vinar mins sem vinnur sem starfar sem þjálfari kenndi mér líka ýmsar æfingar t.d dýfur , upphýfingar og margar fleiri æfingar.
um sumarið 2007 entist ég aðeins í 1 mánuð í ræktinni og ákvað að taka mér bara smá ‘'pásu’'.
í þessari pásu öðlaðist ég mikla reynslu af lyftingum með því að skoða myndskeið og lesa mig til um lyftingar á netinu og tala reglulega við frænda minn sem er lyftingamaður.
ég hélt mér í formi með því að gefa extra 10 % í skólaiþróttum.
Núna í dag er ég allt annar maður búinn að vera mjög duglegur í ræktinni og breyta lífstíl mínum algjörlega ég veit núna að það þýðir ekkert að taka sér bara pásu og gefast upp.
Lyftingar í lífi mínu er eitthvað sem ég ætla að stunda til framtíðar. markmiðin eru einfaldlega að lækka fituprósentuna mikið og þegar ég er búinn að því ætla ég að komast í góða þyngd (90 kg) með góðum aðferðum sem fagmenn nota.
Sjálfstraust skiptir mjög miklu máli í lyftingum ef þú hugsar nei ég næ þessari þyngd aldrei upp, nærðu henni ekki upp , ég hef það fyrir reglu að hugsa jákvætt . t.d ef maður er að maxa bekkinn og nær ekki þyngdinni upp þá hugsa ég bara með mér ég er ungur drengur sem á margt ólært og ég mun ná þessari þyngd einhverntiman í stað þess að koma með einhverja afsökun. þið vitið hvað ég er að meina.

ef þú ert að byrja í ræktinni vona ég að þessi grein sé hvattning fyrir þig , mundu bara að taka 1 skref mjög mikilvægt að ætla sér ekki stóra hluti á stuttum tíma bara fara rólega í þetta ,áður en þú veist af ertu farinn að taka advanced æfingar eins og ekkert sé . EKKI GEFAST UPP!

Ég hef mikið verið spurður í að senda mynd af mér á þennan
vef ég ætla að svara kallinu. Ástæða þess að ég fel andlit mitt er sú að ég vill ekki vera fyrir áreiti á götum reykjavíkurborgar. ég hef skrifað nokkra þræði inn á þennan vef og margir svara mér bara með svívirðingum og dónaskap. ég met hinsvegar þá sem hafa gefið mér faglega ráðgjöf mjög mikið og virði því að þeir eru nógu miklir menn að geta hjálpað þeim sem hafa ekki öðlast sömu reynslu og þeir,, nóg um það.
Þessi mynd er tekinn sumarið 2007 eftir að hafa verið í ræktinni í 1 mánuð . núna í dag lít ég mun betur en þarna núna í dag ég kominn með góðan massa og ekkert þybbinn. .
mynd.=http://s5.tinypic.com/2eckmkw.jpg

Takk fyrir mig . MeloN