Ég vann Yaris þrisvar í GT3 og í öll skiptin var hann bleikur! Í fyrstu fannst mér hann alveg forljótur en eftir að hafa sett undir hann gylltar felgur og lækkað hann, þá er hann ekki alveg eins ljótur :)
já gott fólk, hérna er heimsmeistarinn í rallý! ekki makinen, ekki mcrae, heldur Richard Burns… hann sigraði með 44stigum og hann keyrir (fyrir þá sem vita það ekki) Subaru Imprezu. takk fyrir og góða nótt! :) (/me í góðu skapi;D)
Það voru ekki aðeins nýjir bílar sem voru kynntir á Bílasýningunni í Frankfurt. Toyota kynnti til sögunnar nýtt logo sem sést á meðfylgjandi mynd. Logoið myndar stafinn T sem stendur fyrir Toyota. Til að byrja með ætlar Toyota að nota þetta logo fyrir Formula 1 lið sitt enda má finna stafinn F hægra meginn í logoinu og tölustafinn 1 vinstra megin. Einnig má lesa út stafinn V sé horft á svarta svæðið vinstra megin og rauða svæðið hægra megin og á það að standa fyrir “Victory”.
Einn kraftmesti og hraðskreiðasti Lotus götubíll fyrr og síðar var byggður á Opel Omega. Með hóflegu boddíkkitti leit hann ekki illa út m.v. að byrja lífið sem Opel. Lotus Omega gat líka státað af twin-turbo 3.6l V6 með 377hp og hámarkshraða yfir 300km/h. Ekki slæmt árið 1989! Mál að muna að fara bara varlega í blautum hringtorgum, maður vill jú ekki eyðileggja einn af 950 bílum framleiddum.
Afturendinn á Subaru Impreza WRX UK300 Special Edition en bíllinn var opinberlega kynntur í gær. Þetta er einn besti spoilerinn sem ég hef séð á nýju Imprezuna en bíllinn en ma búinn 18" gylltum OZ felgum ásamt WRC lookalike framljósum. Gripurinn kostar um 25.000 pund og verður aðeins seldur í 300 eintökum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..