Bilar Citroën SM, stór GT bíll sem kom fyrst fram 1970 en á þeim tíma átti Citroën meirihluta í Maserati. SM var með V6 vél frá Maserati og allt raf- eða vökvaknúið eins og Citroën var lagið. Það má segja að viðhald hafi ekki verið einfalt mál í þessum framdrifna, hraðskreiða og glæsileg GT bíl sem var hætt að framleiða 1975 eftir að aðeins tæplega 13.000 eintök höfðu verið smíðuð.