Já, það hlaut að koma að því að maður fái nóg af því að láta skíta yfir sig.

Ég er aldrei ókurteis við neinn sem ekki er ókurteis við mig, en ég elska að rökræða, sérstaklega þegar ég er á erfiðu efni sem erfitt er að rökræða. Það eru bara svo hverfandi tölur af fólki hérna sem geta rökrætt án þess að brjálast og leggja mann í einelti eftirá, að ég held að þetta sé ekki staður fyrir mig.

Ég hef reynt að koma abströktum skoðunum mínum á framfæri og leikið mér að rökfæra þær og sjá hvernig skoðanir annara eru. Því miður eru skoðanir annara alltaf á endanum annaðhvort: ‘'Okay, ég tek þínar skoðanir í mál, en hættum að rökræða þetta því þetta er ekki sannreynt’' eða einfaldlega ‘'Æi, djöfulsins hálfviti, mín skoðun er rétt og þín röng, þó enginn geti sannað það, fávitinn þinn’'

Þegar ég legg fram staðreyndir er ekki einu sinni beðið um heimildir heldur bara drullað yfir mann að það sé nú ekki satt og fólk hefur oftast ekki heimildir fyrir neinu sem það segir, sem styður ennþá fremur tilgátu mína að hugi.is sé að mestu leiti samansafn af fólki sem tjáir sig sterkt um hluti sem það hefur ekki hundsvit á

Ég hef aldrei haldið fram að eitthvað sé HEILAGUR sannleikur. Heldur hef ég komið mínum skoðunum á framfæri en ég gleymdi bara píkupúnktinum: ‘'Bara mín skoðun sko’' til að gefa það í fram að ég þori ekki að rökræða það, því það var pointið. Sýna rök og sjá mótrök.

Einnig er afprýðissemin alveg í hámarki hérna. Fólk fer inn á /tiska og /heilsa einungis til þess að drulla yfir og hlægja að fólki. Ég bjó eitt sinn til mynd sem Einhverfaa editaði af mér haldandi á 2 dekkjum edituð svart hvít og rough skuggar og svona í anda lyftingarmanninum ‘'Rat’' sem gerir oft svona myndir. Mér og ákveðnum aðilum fannst hún mjög listræn og flott, en restin af afprýðissama pakkinu var annaðhvort svo listaheft eða leiðinlegt að það benti t.d. á að ég væri að sýna að ég gæti lyft 2 dekkjum o.fl til þess að niðurlægja mig. Flestir sáu að það var auðvitað ekki tilgangur myndarinnar, enda hefði ég ekki gert hana svona editaða nema til þess að sýna fram á lyftingar andann sem ekki 10% af þessu heiladauða samfélagi þekkir til og tjáði sig enn og aftur sterkt um hluti sem þau höfðu ekki hundsvit á. Ég varð að eyða þessari mynd þar sem hún var notuð gegn mér til þess að niðurlægja mig oftar en einu sinni.

Ég veit að margir munu gleðjast, en mér er sama. Þið gerið það sem þið gerið best, nákvæmlega eins og með Jericho heitinn. Niðurlægið, hæðist að og leggið í einelti til þess að rífa upp ykkar brengluðu sjálfsímynd.

Þetta var eitt sinn fínn staður (Ég hef verið hérna í 8-9 ár) en ekki lengur. Þetta er orðið staður fyrir brenglað fólk í sjálfseyðingarhvöt til þess að hæðast að öðrum. Ég er ekki sá fyrsti né annar sem fólk hérna rottar sig saman til þess að niðurlægja við hvert tækifæri.

Í endann langar mig að þakka:

Vitringur sem rökræðir með virðingu fyrir mótrökum og notar ekki niðurlægingu og fleira til þess að reyna hífa sjálfan sig upp í umræðuni.

Dummyerlonli fyrir að sjá illskuna í fólki gagnvart mér og gera sitt að mörkum til að hjálpa.

Steini fyrir að vera Steini :)

Öllum sem amk. stóðu bara hjá.

Örugglega helling af fleirum sem eiga skilið þakkir, en ég man bara ekki fleiri í augnablikuni.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.