Teiknuð mynd af kossinum á milli fyrrum leiðtoga Austur Þýskalands og Sovétríkisins, Honecker og Brezhnev. Ég var allavega komin með leið á Arrafat - Hussein kossa myndini.
Tveir af mínum eftirlætishöfðingjum. Því miður eru þeir aðeins í minningum fólks en þó ekki eins. Öðrum er minnst að hafa hýst glæpamenn, sprengt upp þorp og farið í stríð af ástæðulausu meðan hinum er vonandi minnst sem nobel verðlaunuðum manni fyrir að reyna koma friði á botn miðjarðarhafs.
Willys-jeppinn er einn af frægari bílum sögunnar, enda með eindæmum sterkbyggður og fjölhæfur. Hann var hannaður fyrir bandaríska herinn á árum Seinni heimstyrjaldar sem “Genaral Purpose Vehicle” eða GPV, og þaðan er orðið “Jeep” komið. Á stríðsárunum var hann framleiddur í hundruð þúsundum eintaka, og þjónaði í herjum Bandaríkjanna og fleiri bandamanna. Kaninn kom með hann hingað til lands og við tókum strax ástfóstri við hann, því hér var loks komið ökutækið sem sannarlega uppfyllti seinni tíma klisjuna “Bíll fyrir íslenskar aðstæður”.
“From 1898 through to 1910 heroin was marketed as a non-addictive morphine substitute and cough medicine for children.”
hér má sjá mynd, af írak í Írak-Íran stríðnu, sem ég fann á google, og var geymd á einhverri síðu sem hét eitthvað healingiraq eða eitthvað þálíka.
Þarna eru þrjú dæmi úr vel þekktum myndum sem sýna áhrifin sem Leni Riefenstahl hafði á kvikmyndabransann með áróðurs/heimildarmyndinni Triumph des Willens (betur þekkt sem Triumph of the Will á ensku) sem kom út 1934.
Ég teiknaði upp þetta þemakort af Evrópu árið 1942 sem sýnir yfir-og umráðasvæði Þýskalands Hitlers. Ég voga mér að nota svo sterkt orð um öll löndin á kortinu og það eina sem í vafa væri væri eflaust Ítalía og Finnland sem ekki voru í raun “viðurkennd” leppríki Þýskalands en undirgefin þó og bandamenn út í hið ýtrasta, og þess má geta að Ítalska ríkisstjórnin féll árið 1943 og varð landið þá þýskt hernámssvæði.
Þegar Sir Edward Watkin, auðugur þingmaður og forstjóri þá-leiðandi lestafyrirtækis í Englandi, snéri aftur frá ferð sinni til Parísar þar sem hann hafði m.a. skoðað hinn nýbyggða Eiffel turn var hann fullur hugmynda og væntinga.