Þarfasti þjónninn Willys-jeppinn er einn af frægari bílum sögunnar, enda með eindæmum sterkbyggður og fjölhæfur. Hann var hannaður fyrir bandaríska herinn á árum Seinni heimstyrjaldar sem “Genaral Purpose Vehicle” eða GPV, og þaðan er orðið “Jeep” komið. Á stríðsárunum var hann framleiddur í hundruð þúsundum eintaka, og þjónaði í herjum Bandaríkjanna og fleiri bandamanna. Kaninn kom með hann hingað til lands og við tókum strax ástfóstri við hann, því hér var loks komið ökutækið sem sannarlega uppfyllti seinni tíma klisjuna “Bíll fyrir íslenskar aðstæður”.

Eftir stríðið var farið einnig að framleiða Willýsinn fyrir almenning, en bandaríski herinn hélt áfram að nota hann allt fram undir 1980, þegar hann loks skipti honum út fyrir stærra, öflugra, flóknara (og auðvitað margfalt dýrara) ökutæki sem nefndist High Mobility Multipurpose Wheeled Vehicle – HumVee, eða Hummer í almenningsútgáfunni.

Allavega, hér er skopmynd eftir Bill Mauldin sem sýnir í hversu miklum metum Willýsinn var hjá bandaríska hernum.
_______________________