Hitler goes to Hollywood Þarna eru þrjú dæmi úr vel þekktum myndum sem sýna áhrifin sem Leni Riefenstahl hafði á kvikmyndabransann með áróðurs/heimildarmyndinni Triumph des Willens (betur þekkt sem Triumph of the Will á ensku) sem kom út 1934.

Á mynd 1 sést brot af upprunalega verkinu, hátt settir meðlimir SS, leiddir af Adolf Hitler sjálfum ganga inn í fundarsalinn í Nuremberg.

Á mynd 2 sést hinsvegar skjáskot úr Star Wars IV: A New Hope, endaatriðið þegar Luke Skywalker og Han Solo fá medalíur. Svipuð uppstilling var nokkrum sinnum notuð í síðari Star Wars myndum.

Á mynd 3 er síðan skjáskot úr LOTR II: The Two Towers, þar sem Sarúman(Hitler) sýnir Gríma her sinn. Þetta atriði minnir að vísu ekki jafn mikið á Triumph en Brad Dourif - maðurinn sem lék Gríma - sagði í viðtali að atriðið væri byggt á Triumph.

Mynd 4 er svo skjáskot úr myndinni Gladiator, með Commodus(Hitler) í miðju og mikinn her fyrir aftan sig.


Margar fleiri myndir hafa notað sömu uppstillingu eins og t.d. A Clockwork Orange, The Wall, Citizen Kane og Lion King.
Romani ite domum!