Maður sekkur dýpra og dýpra, og óskar þess að maður gæti sýnt ógeðslegum umheiminum að maður meinar vel, …af ókunnum óskiljanlegum ástæðum meinar maður alltaf vel. En allt kemur fyrir ekki, og ég stekk á bak við grímu andúðar og fyrirlitningar um leið. Alltaf. Þannig er því allavega farið með þau. Og hérna svífa þau á móti mér, í fimmta skiptið í dag. -Sæll vinur. Hvernig líður þér núna? Spyr hún brosandi, hvítklædd og sárasaklaus með eplarauðar kinnar. En ofar því, þá er þetta með endæmum...