Að ala það sem aldrei verður elskað
Að búa í sér það sem enginn mun sjá
Að þarfnast þess sem hefur alltaf vantað
Þó vonin um líf, orðin freðin og ná

Fyrirgefðu mér ástin mín eina
Það er ekki illska, heldur barnslegur ótti
Blómum úr steini verður að leyna
Morð eða veruleikans flótti

Í öðrum heimi, á öðrum stað
Mun ég hugga þig engill, þér vaka yfir
Minning þín, allt sem miður nú ber að
Í mínu visnandi hjarta að eilífu lifir
<br><br>“Megi heimurinn verða eins og þú vilt sjá hann”
Mahatma Gandhi (1869-1948)
I love Stan, Stan loves ham… ham I am!