Mig dreymdi í fyrrinótt alveg ótrúlega undarlega. Þessi draumur situr enn í mér, og þar sem ég hef ekkert betra að gera í augnablikinu ætla ég bara að deila honum með ykkur.

Ég var dáin í draumnum, og snilldin var að mér var slétt sama. Ég var að venjast þessum nýju aðstæðum mínum (týpískt bíómynda-dæmi).
Ég var sem sagt dauð og kynnti mig sem “engil”, og var á frelsisflippi yfir því að ég gæti gert það sem mér sýndist. Ég var þarna með einhverri konu sem ég hef aldrei séð áður, en samt sagðist hún vera móðir mín (tek það fram að hún var eins langt frá því að líkjast mömmu útlitslega og hugsast getur). Það var allt í góðu og ég var ekkert að gera athugasemd við það, ég upplifði hana sem móður mína, á einhvern fáránlegan hátt.
Síðan ákvað ég að skauta niður íshála Ártúnsbrekkuna á sokkunum, just for the hell of it, …“Af því að mig hefur alltaf langað svo mikið til þess”, eins og ég sagði “móður minni”. Og við skautuðum niður alla brekkuna á einhverjum rosahraða, og það var ekki einn einasti bíll þarna. Þegar við hættum að renna erum við komnar nálægt Grensási og þar er haugur af grunnskólabörnum og þau sjá mig ekki (ég semsagt dauð). En einn strákur sér mig og verður skíthræddur. Þá fer ég einhvernveginn í “gegnum hann “ og segi honum að þetta sé allt í lagi “ég er bara að vernda þig”.
Í framhaldinu fer ég í heimsókn til vinkonu minnar í strætó (síðan hvenær þurftu englar að borga?) og mamma hennar (sem hatar mig in real life) gefur mér tvö tuskudýr.

<br><br>If idiots could fly, this place would be an airport
I love Stan, Stan loves ham… ham I am!