Hvers vegna eruð þið svona viss um að ykkar trú sé sú rétta? Eina ástæðan fyrir því að þið eru kristinn er sú að þið eruð fædd í samfélagi þar sem kristni er hið ríkjandi trúarbragð (gildir í sjálfu sér um alla trúarhópa), ef þið væruð fædd í Afganistan væruð þið múslímar, í Indaldi hindúar og fyrir 1100 árum ásatrúar. Ég meina valdi Guð ykkur sérstaklega til að geta komist til himnaríkis, en t.d. Germanina eða rómverjana fyrir 2000 árum sem höfðu ekki mögileika á að einu sinni heyra um Krist, valdi hann þá til að fara alveg örugglega til helvítis?

Finnst ykkur ekkert erfitt að það sem stendur í Biblíuni sé margt líklega ekki rétt og margt alveg örugglega ekki rétt? Besta dæmið um þetta er sköpunarsagan í 1. Mósebók, einnig skilst mér að það sé talað um að pí sé 3 í Biblíuni ofl. vísindalega rangar staðreyndir. Síðan er sagan í Biblíunni líka mjög vafasöm, sem dæmi um það má nefna að Ágústus keisari lét aldrei gera manntal, og það er mjög ólíklegt að Pílatus hafi leyft þekktum glæpamanni að fara til að geta krossfest krist, sérstaklega eftir að hafa reynt að verja Jesú. Einnig er vafasamt að Jesú hafi nokkurntíman verið til, engar ritaðar heimildir eru til um hann auk þess sem sögur af amk. samskonar manni voru á kreiki um 100 árum áður en kristur átti að hafa verið fæddur.

Trúið þið að Guð hlusti á bænir ykkar og svari þeim stundum með kraftaaverkum? Jafn litlum kraftaverkum á heimsvísu eins og að lækna ömmu þína, bæta fjárhagsstöðu þína og gera hreina mey ófríska? Trúið þið líka því að Guð skipti sér af því sem þið gerið í einkalífinu ykkar eins og stendur í Biblíunni, hlutum eins og að þú megir ekki vera samkynheigður?

Trúið þið því að siðferðiskennd ykkar komi frá Biblíunni?

Finnst ykkur það ekki koma verulega niður á trúverðugleika Biblíunnar að Nýja testamentið hafi verið sett saman undir stjórn Konstantís mikla keisara Rómar og að aðeins fáein guðsjöll hafi komist innn, en öðrum hennt út? Einnig voru Guðspjöllin skrifuð mörgum öldum eftir að Jesú á að hafa dáið og til eru frásagnir af tugum annarra manna sem framkvæmdu samskonar kraftaverk og Jesú, og þau trúarbrögð höfðu framanaf mikið fylgi.

Ég ætla að láta þetta nægja í bili, vonast til þess að margir svari, þeir sem tilheyra öðrum trúarbrögðum meig alíka gjarnan svara af hverju þeir séu vissir um að sitt trúarbragðsé það rétta.

Kv.
Jón