Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
MMA er ekki blanda af ákveðnum listum, hins vegar hafa ákveðnar listir orðið ríkjandi innan MMA menningarinnar. Annars er ég enn þá á því að bardagaaðferðir sem byggjast á spörkum virka takmarkað í raunveruleikanum. Líklegast er alltaf betra að kunna eitthvað frekar en ekkert, en raunin er sú að BJJ og Júdó eru þær aðferðir sem henta best í alvöru slagsmálum, þ.e. aðferðir sem einbeita sér að því að komast í jörðina, halda slagsmálunum í jörðinni og finna leið til að yfirbuga andstæðinginn í jörðinni

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Um hvað ertu að tala? Við stofnun Ísraelríkis réðust nánast öll miðausturlönd á Ísrael í sameiginlegu hernarðarbandalagi. Þessi eik sem þú varst að tala um var varla byrjuð að vaxa. Ég er ekki að réttlæta atferli Ísraela gagnvart aröbum, við skulum fá það á hreint. Það er minnsta mál fyrir Bandaríkin að breyta stefnu Saudi Araba í einu og öllu en þeir hafa bara engan áhuga á því.á hverju byggiru það?

Re: Endurskoðun gilda

í Heimspeki fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þú vildir vita hvort gildi gætu breyst og síðan nefndir þú einnig trúarrit. Það eru í raun eitt sterkasta dæmi um það að gildi breytist. Fá af boðorðunum 10 eiga við enn þann dag í dag. Annars er ég á sama máli og Damphir. Hvað er græðgi? Er græðgi bara það að vilja byggja upp sem besta aðstæðu fyrir sig og sína fjölskyldu. Og þessi hugmynd með að fólk láti sér ekki nægja þegar það er komið með nóg. Fáránleg hugmynd og að íslendingar skuli leyfa sér að segja þetta eða halda þessari hugmynd...

Re: Endurskoðun gilda

í Heimspeki fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Við sjáum víst þessa hegðum meðal apa (simpansa) að einhverju leiti, þ.e. að vinna saman að ákveðnu markmiði en deila ekki ágóðanum. Sterkasti aðilinn tekur ávinninginn.

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
MMA er ekki ákveðin aðferð heldur einfaldlega þegar bardagalistum er blandað saman. Ég sé ekki hvernig sparklist getur gagnast mikið í götuslagsmálum, menn eru sjaldnast í nógu mikilli fjarlægð til að geta sparkað mikið. Tveir aðilar leggja í hvorn annan, höndunum er sveiflað tvisvar til þrisvar oftast með litlum árángri og þá eru þeir búnir að grípa í hvorn annan og detta í jörðina.

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Enda hafa þeir mjög sterk viðskiptatengsl þar… gefur auga leið. Samkvæmt þeim samanburði þá ættu Ísrael að hafa einhverja ríkulega auðlind til að bjóða. Sú er ekki raunin þannig ég sé ekki hver ástæða stuðnings BNA sé önnur en stuðningur við vestræna þjóð, umkringda af þjóðum með aðra menningu sem hafa í þrígang ráðist á landið í þeim tilgangi að eyða því…

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
ég held það þurfi ekki að taka fram að þínir óumdeilanlegu bardagahæfileikar eru undantekning

Re: Þá eru ísraelsmenn byrjaðir aftur

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Auðvitað er hægt að hafa afgerandi skoðun með litla vitneskju. Það er hægt að hafa afgerandi skoðun algjörlega án vitneskju… það er bara spurning um hversu skynsamlegt það e

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
helduru að þeir þekki ekki þetta orð? Samkynhneigð pör flýja til Ísrael… það segir meira en nóg

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég er ekkert að þræta. Ég viðurkenni alveg að Júdó eða BJJ mun lítið gagnast í slagsmálum á móti 5 gaurum rétt eins og það mun lítið gagnast þér ef einhver ræðst á þig með byssu. en fyrir þessi klassísku slagsmál, þá eru BJJ og júdó bestu aðferðirnar að kunna

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þeim er ekkert stjórnað af BNA. Bandaríkjamenn hafa bara komið sér upp sterkum viðskiptatengslum þar og báðir aðilar gera sér grein fyrir því. Ef BNA stjórnuðu Saudi Arabíu þá væri ástandið þar örugglega skárra en það er.

Re: hate

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Risastór yfir alla bringuna Ef það er ekki sexy þá veit ég ekki hvað

Re: Þá eru ísraelsmenn byrjaðir aftur

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
hvernig geturu þá haft svona afgerandi skoðun á því?

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Samanborið við Saudi Arabíu, Írak og Sýrland?

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þetta er eins og að segja: Hvað ef einhver kemur að þér með byssu Auðvitað eru engar töfra bardagaaðferðir sem gagnast gegn því ef 20 óþokkar ráðast á þig. En raunin er samt sú að þær aðferðir sem virka hvað best í alvöru slagsmálum eru þær sem einbeita sér að jörðinni, þ.e. BJJ og Júdó

Re: sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Júdó ef þú vilt blanda þessu við ólympíska íþrótt og læra fullt af flottum köstum sem gagnast misvel í alvörunni. Brasilískt Jiu Jitsu er annars það sem er best að læra fyrir þær aðstæður sem þú ert að tala um. Hér að ofan sagði einhver kickbox og muyi thai en það frekar tæpt þar sem langflestir götubardagar eru ekki standandi slagsmál þar sem dómari sér um að halda fjarlægðinni milli keppenda. Eftir 3 sekúntur eru menn oftast komnir í eitthvað kuðl, dottnir í jörðina, haldandi dauðahaldi í...

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
ættingjarnir eru allir dauðir… eða gengnir til liðs við Hamas vegna þess að þeir eru þreyttir að sjá aðra ættingja deyja. Þrjóska er mannleg. Það að vilja ekki láta vaða yfir sig. Það að yfirgefa ekki húsið sitt og leyfa öðrum að sprengja það í tætlur, sem hafa engan áhuga á þinni eigin velferð, til þess að losna við hóp, sem er EINI hópurinn sem segist hafa velferð þína fyrir brjósti eins og er. Það hvort Ísraelar geti réttlætt árásirnar fyrir sjálfum sér eða öðrum er ekki það sem skiptir...

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Og hvert átti fólkið að fara? Við erum að tala um þéttbýlasta svæði á jörðinni. 1,5 milljónir búa á svæði á stærð við Snæfellsnes. Ég er ekki að segja að Hamas séu saklausir en það sé hver maður að Ísraelar eru ekki að gera neitt til að bæta stöðuna. Þetta mál verður ekki leyst með frekari aðskilnaði og ofbeldi.

Re: Ísrael gerir innrás af landi & úr lofti í Gaza

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Og er það virkilega svo skrýtið? Þetta er eitt af fáum löndum á svæðinu þar sem vestræn gildi og persónufrelsi er í hávegum haft

Re: Þá eru ísraelsmenn byrjaðir aftur

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Á hvaða hátt hafa BNA hjálpað Ísrael?

Re: hate

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Og á þessa fengi ég mér INGU

Re: love

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
ég myndi frekar fá mér VITR á þessa hönd

Re: Fyrsta tattú

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
http://www.geoscanners.com/images/rock_solid_solutions_small.jpg PARTY LIKE A ROCK WOOOHOOO !!!

Re: Evrópusambandið? Nei takk.

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ertu ekki að dæma svolítið marga út frá ýktum karakter í Næturvaktinni

Re: Evrópusambandið? Nei takk.

í Deiglan fyrir 16 árum, 7 mánuðum
og held að öryggi í umferðinni gæti gengið ágætlega ef fólk lærði að keyra án þess að fara yfir hámarkshraða.Glæpir myndu líka hætta ef fólk myndi ekki fremja þá lengur… þvílík lausn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok