Jæja, ég hef tekið eftir því að sífellt fleirri séu að hallast að evrópusambandinu, sem að hefur komið mér á óvart, því einmitt þegar efnahagurinn er slæmur á ekki að gera slæmt ástand enn verra með því að fara í evrópusambandið.

Þessa grein sendi ég inn til að sýna mitt álit á evrópusambandinu, og ef þú ert ósammála endilega svaraðu enn slepptu dónaskap.

Flestir hafa verið ósammála því að ganga í evrópusambandið, enn núna þegar efnahagur Íslands er hrunin muna margir eftir því að fyrir hrunið töluðu margir um að fara í evrópusambandið, og sumir vilja meina að gera slíkt hefði komið í veg fyrir hrunið. Ekki er ég nú hagfræðimenntaður, enn get vel trúað því að innganga í evrópusambandið hefði komið í veg fyrir hrunið.

Enn þegar hrunið er nú þegar skeð, þá hjálpar evrópusambandið okkur ekki neitt, það er eins og að kaupa firewall í tölvu sem er hrunin. Núna höfum við stýrivextina háa til að fá inn til landsins fjármagn, og ef það þýðir að þú getur ekki borgað af bílnum þínum verð ég að segja að ég hef enga samúð með þér. Fólk hefur verið að eyða og eyða og kaupa alltof dýra hluti. Fólk hefði jú alltaf getað staðgreitt notaða bíla, enn allir vildu eiga dýra og fína bíla þrátt fyrir að hvaða heilvita maður gat séð að þetta góðæri sem hefur verið kallað fjármálaundur myndi ekki endast lengi.

Nú þegar fólkið vaknar upp með þynnkuna af góðærispartýinu, þá vilja margir fara til evrópusambandsins, því það leysir allan gjaldeyrisvandan. Það leysir þó ekki fjármangsvandan, heldur gerir hann eingöngu verri, þar sem ef við förum í E.U. þá missum við alla stjórn á stýrivöxtunum. Fáir myndu fjárfesta á Íslandi og yrðu iðnvæðing og framþróun stopp á margan hátt.

Við myndum missa mörg völd sem við sem þjóð höfum yfir okkur sjálfum til evrópu. Á eitthvað fulltrúaþing, og ég stórefa það að 2-3 fulltrúar frá lítilli eyju norður í rassgati hafi mikið að segja á því þingi. Evrópusambandið mun ávallt hugsa með hag evrópusambandsins að brjósti. Ekki Íslands, og við höfum allt aðrar þarfir enn stór lönd í evrópu.

Auk þess mættu öll lönd frá evrópusambandinu mega veiða fiskin okkar, sem að stenst ekki að fólki finnist í lagi. Hvernig dettur fólki í hug núna þegar við verðum að vinna upp efnahagin, að gefa okkar helstu auðlind til útlendinga? Hvernig í ósköpunum á það að hjálpa ástandinu. Jú jú, við fengum kanski einhverja fjárhagslega aðstoð, sem myndi lítið gagnast þar sem við myndum tapa verðmætum af útflutningi, sem og margir sjómenn og fiskvinnslufólk yrði atvinnulaust.

Ég stend fastur á þeirri skoðun að flestir sem vilji evrópusambandið hafi ekki hugmynd um af hverju þeir vilja evrópusambandið, heyri bara að aðrir vilja það og að það hefði getað komið í veg fyrir bankahrun. Íslenska krónan er veik, enn við höfum haft kreppu áður á Íslandi, og við höfum alltaf getað reddað okkur úr þessu, og við gerðum það allt án Evrópusambandsins, og við getum það aftur. Það er ekki hægt að kenna verðtryggingu um ástandið, án hennar hefðu bankarnir verið farnir á hausin fyrir 10 árum.

Hentug lausn á verðtryggingunni er einfaldlega sú að bjóða uppá langtímaverðtryggt lán, eða lán til styttri tíma án verðtryggingar(sem er frekar erfitt ef um er að ræða húsnæðislán)

Enn hvað sem því lýður, að ganga í evrópusambandið værum við að gefa upp mikið frelsi okkar, í skiptum fyrir afskaplega lítið, jú, stöðugari gjaldmiðil, enn það er ekkert annað sem við fáum. Ef við förum inní Evrópusambandið förum við ekkert aftur út, það yrði skelfilega leiðinlegt þegar mótmælendurnir fatta það að þessi töfralausn þeirra virkar ekki sem skyldi, heldur gerði ástandið aðeins verra og ómögulegt er að leiðrétta það.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.