Ég held að allir flokkar, ekki bara VG, hafi hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þeir eru hins vegar ósammála um hvað sé gott og hvað ekki. Það vilja allir betra heilbrigðiskerfi, en þú segir ekkert um það hvernig á að bæta það. VG eru líklegast ekki að fara að einkavæða það, sem ég tel að sé nauðsynlegt. Heilbrigði landsmanna er einfaldlega of mikilvægt til þess að láta Ríkið sjá um að reka heilbrigðiskerfið. Einokun er aldrei góð, og eins og staðan er í dag þá hefur Ríkið einokunarvald...