veit að þetta er þreytt topic en langaði að henda aðeins inn smá sjónarhorni sem mér sýnist ekki hafa verið farið í áður

ætla ekki að fara í það hvort marijuana sé gott eða slæmt, læt ykkur um að kynna ykkur það og ákveða fyrir ykkur sjálf

Here goes:
Ég hef verið að spá í það að ein af slæmu ímyndunum af cannabis notkun sé að fólk verður ófélagslegra og fleira tengt.. En er það ekki að miklu leiti því að kenna að cannabis sé ólöglegt og að fólk hafi yfirleitt slæma ímynd á því?

Þá er ég að tala um, fólk sem reykir fer oftast ekki í almannafæri og er oftast heima.. og ef það fer út þá þarf það að reyna fela það og stressast mikið upp og að sjálfsögðu fer það mjög illa með mann sálfræðilega.. og á sama tíma þá hugsar það um það að aðrir hafi slæmt álit á manni fyrir að gera þetta sem aftur fer mjög illa með mann sálfræðilega..

bara svona smá pælingar sem ég vildi henda út og koma kannski af stað einhverri umræðu.. og ég bið fólk að ef það ætlar að commenta eitthvað að halda sig við umræðuefnið og rökstyðja.. öll óþarfacomment afþökkuð =)

að lokum vil ég minnast á eitt, ef þið hafið séð myndina Blow með Johnny Depp, muniði eftir strandaratriðinu? =D
lul