Auðvitað, adrenalín skammturinn veldur örvun í heilastarfsemi sem gerir okkur kleyft að framkvæma fleiri reikniaðgerðir á sekúntu og í raun upplifa tímann hægar en í okkar daglega lífi. En þegar við dettum af hjólinu, þá erum við ekki að hugsa um tilgang þess að detta eða virkni þyngdaraflsins. Hugsanir okkar á þessum tíma beinast að grunnþörfum, setja fyrir sig hendurnar og verja höfuðið. Sama á við í stríði, þó svo að sama ferli eigi sér stað, þá hugsa menn um að drepa eða vera drepinn....