Inngangur

Þróunar kenningin var sett fram árið 1859 af líffræðingnum Charles Darwin með útgáfu bókarinnar Uppruni tegundanna sem fjallar um hvernig lífverur þróuðust og þar á meðal annars hvernig menn þróuðust með náttúruvali frá öpum og að því sem við erum í dag.
Þessi kenning hefur hlotið góðar viðtökur frá sumum en hefur verið hart gagnrýnd af sérstaklega einum hópi af fólki og það eru þeir sem eru trúaðir. Ástæðan er einna helst sú að ef þessi kenning stenst þá er hún ekki í samræmi við það sem stendur í biblíunni, kóraninum eða öðrum trúarritum. Samt sem áður hefur þróunarkenningin haldið velli og hafa aðrar kenningar sprottið upp tengdar henni og í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um eina þeirra. En það sem ég mun rýna mest í er það hvort sú stefna, félagslegur darwinismi, hafi haft góð eða slæm áhrif á heiminn og hvort hún réttlæti heimsvaldastefnu og það sem menn hafa gert í þágu hennar í nafni félagslegs darwinisma.



Félagslegur Darwinismi

Félagslegur darwinismi er sú undirkenning þróunarkenningarinnar sem Darwin sjálfur kom með í bókinni Afkoma mannsins og eftir dauða hans kom í sviðsljósið skóli af félagslegum darwinisma. Í kenningunni um félagslegann darwinisma er heimfært þróunarkenningarinnar og boðskapur félagslegs Darwinisma er hinsvegar sá sami og náttúruvalskenning Darwins sem kemur fram í uppruna tegundanna og það er að „hinir hæfustu komist af“. Með þessari kenningu halda þeir fram að þetta eigi að styrkja félagsheildina en hægt er að færa rök fyrir því að þetta sundri félagsheildinni.
Kenningin um félagslegann darwinisma hefur ýtt undir kynþáttarembu og hroka. Halda margir því fram að einn kynstofn standi framar öðrum(þá oftast sá hvíti eða aríar). Á sama hátt hefur hún ýtt undir til dæmis helförina og nýlendustefnuna og hvernig var farið með frumbyggjana í mörgum af nýlendunum. Þannig hafa heimsvaldasinnar beitt kenningum Darwins til þess að réttlæta hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynstofnsins yfir alla aðra kynþætti.
Svo það sem ég spyr er hvort þessi stefna réttlæti kynþáttamismunun og hvort hún hafi haft góð eða slæm áhrif á mannkynssöguna?



Félagslegur darwinismi og nýlendustefnan

Nýlendustefna er stefna tengd heimsvaldastefnu þar sem ríki leggja undir sig útlensk lönd og gera þau að nýlendum sínum. Oftast var meðferð frumbyggjana ekki góð eftir að landið var hrifsað af þeim. Ríki eins og Bretland náðu mikilli útbreyðslu á tímabili og náðu löndum útum allann heim á þessum tíma. Núna eiga þeir aðeins örfáar nýlendur eftir og eru þær allar litlar. Dæmi er um að ein nýlenda Breta í Ástralíu var notuð sem fanganýlenda og þangað sendu þeir stóran hluta af afbrotamönnum sínum.
Margir nýlenduherranna og aðrir litu á málið þannig að sá hæfasti kæmist af og notuðu þannig félagslegann darwinisma sem réttlætingu þess að taka land þessa fólks og til dæmis kom Afríka mjög illa útúr þessu þar sem oft var löndunum skipt upp milli nýlenduherra og splundruðust þá oft ættbálkar og var frumbyggjunum mikið refsað ef þeir reyndu að rísa gegn nýlenduherrunum.
Þeir sem studdu þessa stefnu höfðu mjög neikvæða viðhorf í garð þeirrar menningar sem átti sér stað þar áður en þeir komu og Norski trúboðinn Lars Dahle, sem starfaði á Madagaskar eftir 1870 lýsti frumbyggjunum þar með þessum hætti:
Þá skortir skapfestu, þeir eru yfirborðslegir . . . tilfinningasljóir og huglausir og þá brestur þakklæti í garð þeirra, sem gera þeim gott. Þeir hafa yndi af að láta á sér bera og eru veikir fyrir holdsins lystisemdum. Þá skortir allan dugnað, enda framtakslausir, dauðyflislegir og latir. Þeir eru hviklyndir og leika tveimur skjöldum . . . lygnir og svikulir . . . þá eru þeir ósiðlátir, ágjarnir og nískir og hættir til þrjósku og þvermóðsku . . .
( A. Sveen og S. A. Astad, 1985:91)

Þarna fer Lars ekki fögrum orðum um þessa menn sem voru þó kannski ekki jafn gáfaðir og þróaðir. Svona voru skoðanir margra á frábrugðnum þjóðflokkum og þá ekki aðeins blökkumönnum. Þetta viðhorf manna til annarra þjóðflokka og kynstofna hefur ýtt mikið undir þjóðhreinsanir og til dæmis var viðhorf Hitlers á gyðingum þetta og ýtti það undir „hina endanlegu lausn“ og var hún að nasistarnir ætluðu að útrýma öllum gyðingum og öllum þeim sem þeir töldu óæðri og þeim sem voru á einhvern hátt fatlaðir.



Félagslegur darwinismi og aðrar kenningar

Aðrar kenningar hafa komið upp sem hægt er að tengja við félagslegann darwinisma svosem svokallaðar mannkynsbætur og má hér nefna kenningu Þýska heimspekingsins Friedrich Nietsches. Nietsche taldi það að maðurinn væri aðeins milliþrep apans og hins svokallaða „ofurmanns“. Hann sagði bilið milli afburða gáfumanns og hins meðalgreinda manns vera svo mikið að það nálgaðist bilið milli apa og manna. Svo á þann hátt boðaði Nietsche nokkurskonar mannkynsbætur.
Ekki er það eina tenging Nietsches við félagslegann darwinisma heldur var Nietsche mjög á móti trú og taldi það að maðurinn væri í eðli sínu ekkert annað en dýr en svona talaði rithöfundurinn Þorsteinn Thorarensen um viðhorf Nietsches til mannkynsins í bókinni Að hetjuhöll:
Hvað erum við mennirnir annað en dýr og getum við gert nokkuð annað en að viðurkenna dýrslegar hvatir okkar? Og hvað þýðir kirkjunni að boða kærleik og miskunnsemi, þegar kjarni mannlífsins er barátta upp á líf og dauða.
(1967. Þorsteinn Thorarensen: 9)

Hér er skoðun Nietsches sú að eðli mannsins innihaldi ekki þennann náungakærleik og það sem kristni boðar heldur sé eðli mannsina að standa á eigin fótum og hugsa aðeins um eigin hag. Nietsche er ekki fyrsti heimspekingurinn til þess að hugsa svona heldur voru svokallaðir sófistar sem áttu fræga heimspekistefnu fyrir krist sem innihélt sömu hugsun um eðli mannsins.
Þó ekki sé hægt að tengja helförina beinlínis við Nietsche þá dáðist Hitler að honum og ritum hans. Su ályktun hefur líka verið dregin að Hitler hafi fengið mikinn innblástur úr kenningum Nietsches um ofurmanninn og þannig farið að aðhyllast mannkynsbætur. En þó snerist helförin ekki um þessa einstaklingsbundnu „baráttu upp á líf og dauða.“



Niðurstöður

Eftir þessa rannsókn á félagslegum darwinisma hef ég komist að þeirri niðrurstöðu að nasisminn og helförin, nýlendustefnan og annarskonar mismunun á kynþáttum hefur alltaf verið talin slæm og að mínu áliti er hún það. Félagslegur darwinismi kom upphaflega á sjónarsviðið sem stefna sem átti að styrkja félagsheildina en myndi ég segja að hún hafi sundrað henni því í heimi sem hópur af fólki er útilokaður frá samfélaginu ríkir ekki mikil félagsheild. Þannig svar mitt við rannsóknarspurningunni er neikvætt, félagslegur darwinismi réttlætir ekki meðferð nýlenduherra og annarra á frumbyggjum.
Á sama hátt svara ég því að félagslegur darwinismi hafi haft slæm áhrif á mannkynssöguna, hann hefur skapað til mismunar á kynþáttum, þjóðhreinsana, klætt mannkynið upp sem miskunarlaus dýr sem hugsa aðeins um eigin hag og fleira. Svo niðurstaða mín er einhliða á móti félagslegum darwinisma.

Ástæða þess að ég set þessa ritgerð á /heimspeki en ekki /saga er vegna þess að ég hef meiri áhuga á heimspekilegri gagnrýni á þessa ritgerð heldur en sagnfræðilegri.
Tíminn er eins og þvagleki.