Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Framtíðarsýn (3 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hún labbaði burt en hún hafði ekki hugmynd um hvert. Með tárin í augunum og rigninguna sem blönduðust við tárin sem láku niður kinnarnar. Bragðið varð þar af leiðandi ekki alveg jafn salt og það hefði verið ef hann hefði haldist þurr. Með hverju skrefinu sem hún tók var hún að stroka út þá framtíð sem þau hefðu byggt í öll þessi ár, í raun framtíð sem var ekki til í raunvöruleikanum en var þó svo skýr í huganum. Eina skjólið sem hún átti. Utanlandsferðir, barneignir, ferðalög, fleiri börn og...

Húsin og það sem býr í þeim (13 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Eftir að hafa lesið nokkrar greinar um upplifun annara á “draugum” eða verum eins og ég vil frekar kalla það langar mig svolítið að gera það sama. Það er búið að gera þetta orð “draugur” að einhverju skrípa orði og ekki skrítið að fólk trúi ekki á svona lagað þegar fólk hefur einungis séð allt það bull sem til er um þetta í sjónvarpi. Ég lít að þessar verur sem dáið fólk sem fylgir ættingjum eða vinum sínum, oft til að vernda það. Og það hefur verið mikið um þetta í minni fjölskyldu hvar sem...

grunnskólar (57 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mig langar aðeins að segja ykkur frá reynslu minni af grunnskólanum sem ég var í í 10 ár meðan ég var á grunnskóla aldri. Ég átti strax fra byrjun svolítið bágt heima og leið illa þar og það bitnaði mikið á einkunnum, þá sérstaklega í stærðfræði. og einnig sást það á hegðun minni. Kennarar vorkendu mér en sáu enga ástæðu til að bjóða mér hjálp eða stuðning í námi þó svo að annað foreldri sem ég bjó ekki hjá væri tilbúið til að borga fyrir það. Árin liðu og ekkert gerðist, einkunnir í...

Engin orð. (9 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum
Fyrir nokkrum árum var uppi lítil stúlka, ætla má að hún hafi verið í kringum sjö ára. Hún bjó í litlu þorpi og henni leið vel með það, hún gat ekki hugsað sér að búa á stórum stað, sérstaklega því hún var mikið ein, þekkti engan og hafði heldur engan áhuga á að kynnast krökkum á hennar aldri eða fólki yfirleitt. Fjölskylda stúlkunar var vel auðug og skorti fátt, nema eitt, þau skorti skilning og þroska. Það var sama hvað litla stúkan gerði, hvort hún þagði eða hverjar skoðanir hennar voru,...

VÁ....ertu ekki orðin leið á honum?? (73 álit)

í Rómantík fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með mínum manni í tvö og hálft ár í janúar. Við erum ung en búin að upplifa margt sem hefur gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Við erum ekki fólkið sem fer í partí um hverja helgi. Einfaldlega nennum ekki svoleiðis rugli. Við berum virðingu fyrir þessu sambandi og hvort öðru og við viljum vera sem lengst saman. Í rauninni þá sjáum við ekki ekki framtíð með viti ef við verðum ekki saman. Ég tel okkur taka þessu sambandi af þroska....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok