Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

turambar
turambar Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
122 stig
Áhugamál: Tolkien

Re: Draumalandið

í Tilveran fyrir 15 árum
Hættu að bulla! Lífsgæði fólks á austurlandi hafa aukist til muna eftir að álverið kom til sögunnar. Þarna kemur allt í einu risavaxinn vinnustaður sem borgar tiltölulega há laun og laðar að fullt af fólki. Út frá því verður svo aftur meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, fleiri og stærri verslanir birtast, bætt þjónusta, meira úrval og lægra kostnaður gera lífsgæði fólksins mun betri. Það voru ekki einu sinni vegrið meðfram mörgum stórhættulegum vegum fyrr en framkvæmdirnar byrjuðu. Og...

Re: Draumalandið

í Tilveran fyrir 15 árum
Alcoa er fyrirtæki sem framleiðir vöru og selur á opnum markaði. Það kemur vopnum akkúrat ekkert við.

Re: Fullkomnasta atriðið

í Kvikmyndir fyrir 15 árum
Shawshank Redemption, þegar Andy Dufresne spilar plötuna í hátalarakerfinu í fangelsinu. Það finnst mér atriðið þar sem boðskapur myndarinnar kemur best í ljós. …annars er þessi mynd bara svo stútfull af fallegum atriðum…

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
ef handritið að allri serían verður í sama klassa og þessi pilot, þá verður þetta tekið upp, og þetta verður fokkin epic stöff! …og efniviðurinn er náttúrulega efni í bestu fantasy seríu allra tíma!

Re: Leit að Íslendingasögu...

í Bækur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ertu ekki bara að tala um Þórólf Kveld-Úlfsson í Egils sögu?

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég var að klára að renna yfir handritið að pilotinum, og það var bara alveg drullu töff skal ég segja þér! Að því sem ég best veit er ekki einu sinni búið að casta í pilotinn, þannig að það er ansi langt frá því að maður geti afskrifað þessa þætti. David Beninoff og Dan Weiss eru að skrifa og framleiða þetta fyrir HBO og BBC, og þessir gæjar eru ekkert að grínast með þetta! ;)

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Já, ég veit… ég er bara að láta mig dreyma um það að kannski viti útgefandinn meira en við almúginn, og leki upplýsingum til verslananna til að skapa umræður og eftirvæntingu áður en bókin er opinberlega kynnt. Á þessari síðu: http://georgerrmartin.com/if-update.html á að koma tilkynning um leið og grrm er búinn með bókina, og þá er talað um að það komi rush release og hún komi út innann fárra mánaða frá þeim degi. Best að rss-a bara þessa síðu! ;)

Re: Temeraire

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
þær eru allar 5 til í nexus á ensku!

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
öfunda þig í döðlur! ég ætla bara að lesa þær aftur á meðan ég bíð eftir október… klára samt temeraire fyrst!

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
það er búið að bíða eftir þessu með eftirvæntingu síðan 2005, og síðan HBO kynnti að þeir séu að fara að búa til þætti eftir þessum sögum, hefur eftirvæntingin vaxið um nokkur hundruð prósent! ég kíki á heimasíðu höfundarins á hverjum degi, vonandi að hann tilkynni að bókin sé tilbúin!

Re: A dance with dragons kemur út?!?

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
þetta er besta fantasy sería sem ég veit um! epic saga!

Re: Abhorsen bækurnar (hugsanlegur spoiler)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Snilldar bækur. Mæli með því að allir lesi þær! …ásamt náttúrulega a Song of Ice and Fire…

Re: JBL Bassabox og Pioneer magnari til sölu. 34.990,-

í Græjur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Hvað viltu fá fyrir bara bassann?

Re: til sölu pioneer heimabíósett

í Græjur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
hvað viltu fá fyrir bara hátalarana og bassann?

Re: SLR vídjókamerur?

í Kvikmyndagerð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Gaman að þessum pælingum. Uss hvað ég vona að þetta verði nothæft, ég myndi fíla það all verulega að geta notað sömu græjuna í ljósmyndir og video, í góðum gæðum!

Re: SLR vídjókamerur?

í Kvikmyndagerð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Sigga?

Re: SLR vídjókamerur?

í Kvikmyndagerð fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ef myndgæðin eru nógu góð, þá myndi ég persónulega bara taka upp hljóðið með sér græju, og synca í eftirvinnslu. Innbygðir hljóðnemar í svona heimilisgræjum eru hvort eð er alltaf glataðir.

Re: Besta heimabíóið fyrir 100.000 kall?

í Græjur fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Já ég er búinn að sjá þrusugóða dóma um sr605 týpuna frá Onkyo, verst að hann er ekki á heimasíðunni hjá pfaff. Væri til í að fá verðhugmynd á hann hérna á Íslandi! Er eitthvað vit í því að panta svona hluti að utan?

Re: Sjónvarp Plasma vs LCD ?

í Græjur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
http://www.elko.is/elko/product_detail/Default.asp?ec_item_16_searchparam4=guid=db438c01-873e-4e42-b679-6b98ed0facc6&product_category_id=1554&ew_10_p_id=36209&ec_item_14_searchparam5=serial=42PG3000&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1554&serial=42PG3000&ew_13_p_id=36209&status=specific&ec_item_14_searchparam2=serial=42PG3000#elko Þetta tæki er svona tíu sinnum betra en þetta philips drasl sem þú linkaðir á!

Re: HELLVÍTIS

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Það sem ég sagði.

Re: HELLVÍTIS

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Piparúði er ekki líkamleg átök. Líkamleg átök eru að lemja fók í hausinn með kylfum. Það er eitthvað sem eru miklu meiri líkur á að skilji eftir sig langvarandi ummerki og meiðsli, piparúðann er í lang flestum tilfellum hægt að skola úr og málið dautt. Helst hefði ég viljað sjá þessi gerpi tazer-uð niður og látin engjast um í nokkrar sekúntur, sýnt í slómó í fréttunum, öðrum glæpamönnum til viðvörunnar!

Re: A dance with dragons!

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég var svo svekktur þegar ég kláraði síðustu blaðsíðuna og hafði ekkert heyrt um Bran og Rickon að það er ekki hægt að lýsa því! Svo get ég líka aldrei fengið nóg af Jon Snow… Vonandi verður bætt úr því sem allra fyrst, ég er að verða gjörsamlega viðþolslaus! ;)

Re: Hjálp

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Kostar um 5 þúsund kall kanski komið hingað heim frá gadget infinity.com minnir mig. Cactus V2s er sniðugt, virkar fínt.

Re: Ætla að fá mér Flass á mína 400D

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég pantaði mér frá BHphotovideo.com flass sem heitir vivitar 285hv(tvö þannig). Það hefur dugar mér afskaplega vel. Ég á líka svona þráðlausann sendi og móttakara fyrir þau bæði, þannig að ég get stillt þeim upp hvar sem ég vil. Ég hugsa að það sé helsta pælingin með því að nota ekki flassið sem er á vélinni, því ef maður notar bara það sem light source þá verða myndirnar frekar flatar. Þú getur fengið meiri dýpt í myndirnar þínar með því að stilla upp ljósi fyrir framan og aftan...

Re: trying

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þessi mynd þín er alveg geðveik, og ég er ekki að reyna eitthvað að sleikja þig upp eða eitthvað. ;) Ég skil svona þokkalega vel hvað þú átt við, ég ætla aðeins að reyna að kynna mér þetta betur. Hver veit nema ég reyni aftur einhverntímann seinna! ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok