Langar að spyrja ykkur kvikmyndaunnendur hvert að ykkar mati sé fallegasta, mest hreyfandi eða bara fullkomnasta atriði í kvikmynd sem þið hafið nokkurn tímann séð?

Ég hef ekki séð margt sem hefur mjög marktæk og varanleg áhrif á mig, en lokaatriðið í Miyazaki myndinni Princess Mononoke stendur upp úr fyrir mér - atriðið þar sem guð skógarins deyr og heimurinn fer að gróa aftur en er óumdeilanlega breyttur að eilífu. Hinn ótrúlega sorglegi sannleikur að heimurinn og hlutirnir í honum verða að breytast og að það er ekkert svart og hvítt, engir inherently vondur og góður, fær mann til að hugsa