Draumalandið Pæling: Ef mér væri nauðgað og það væri nokkuð ljóst hver hefði nauðgað mér myndi einhver segja að það ætti ekki að sækja til saka?

Segjum sem svo að ég sé Ísland og viðskiptaráðherra, forstætisráðherra (þáverandi og þáverandi), fjölmiðlar og álfyrirtæki tóku sig saman og nauðguðu mér. Þjóðin fylgdist með og sá klárlega hver það var sem nauðgaði mér, ætti hún þá ekki að sækja þá til saka ?

Nauðgun er einn svívirðilegasti glæpur sem hægt er að framkvæma, hvernig er hægt að horfa upp á landinu sínu nauðgað af fáum hagsmunaaðilum og gera ekkert í því? Bara vegna þess að fáir hafa séð lendurnar mínar þýðir það ekki að í lagi sé að nauðga þeim! Bara vegna þess að fáir hafa komið upp á hálendið þýðir ekki að í lagi sé að drekkja því.

Ég skil ekki alveg þann rökstuðning að eitthvað má eyðileggja því að svo fáir hafi séð það, svo hvort eð er er það ekki svo fallegt þegar hugsað er í stærra samhengi.

Þetta er tilverugrein því að ég er í þessari tilvistarkreppu, að finnast mér hafa verið nauðgað og enginn vill hjálpa mér. Ég er Ísland og ég er bjargarlaus.
Have a nice day