Ál í kókdósum er ekki endurunnið í Bandaríkjunum, ég hef heyrt því haldið fram í ágætustu bók, Draumalandið, að ástæðan fyrir að kókdósirnar hafi ekki skilagjald og séu endurunnar sé sú að það myndi drepa þónokkur álver. Ef sú fullyrðing er sönn, en ég er farinn að trúa henni, þá sé ég lítinn tilgang fyrir Kárahnjúkavirkjun. Annars er ég frekar hlutlaus svona almennt séð, langaði bara að skjóta þessari fullyrðingu sem ég las hér inn og gá hvort einhver samþykkir hana eða mótmælir.