Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,nema að við höfum enga þjókjörna einstaklinga, heldur þá sem hugsa ekki um hag fólksins í stjórnunar stöðum.´´ Þeir sem stjórna og reka fyrirtæki bera hag neytenda miklu frekar fyrir brjósti sér en rykfallnar skrifstofublækur við Austurvöll. Stjórnendur í einkageiranum eru á tánum, fylgjast með nýjungum og leitast við að bjóða góð verð og tilboð til að laða til sín viðskiptavini. Einkageirinn hugsar miklu betur um efnislegar þarfir einstaklinga en hið opinbera. ,,hvert vélin ætlar að beina...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,ég var heldur aldrei að biðja um að einstaklingar fengu að eiga allt sitt´´ Hver ert þú að segja hver má eiga eignir? Þú ræður yfir eignum þínum, ekki annarra. ,,það verður að borga saman í skóla, vegi og heilbrigðiskerfi´´ Af hverju? ,,ekki koma með þetta kjaftæði að einkavæða skólana.´´ Af hverju er það kjaftæði? ,,Fjölskyldur hafa það hlutverk að halda við mannkyninu og þjappa samfélögum saman´´ Enda var ég aldrei að leggja til að við myndum eyða fjölskylduforminu eins og við þekkjum...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,nema að við erum ekki með þjóðarkjörna einstaklinga sem hugsa ekki um hag fólksins.´´ Ég ætla ekki að setja út á þessu tvöföldu neitun hjá þér, sem er reyndar einkar kíminn heldur annað mál. Einstaklingar eru mun hæfari en skrifstofufólk út í bæ til að hugsa um eigin hag. Hvernig á t.d. Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson eða Steingrímur Jóhann Sigfússon að vita hvað mér er fyrir bestu? Ég þekki þá ekki einu sinni.

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Ætlarðu að segja mér að lénsveldin hafi verið sósíalismi?´´ Ekki sósíalismi nei, hins vegar var þetta alls ekki frelsi sem ánauðugir bændur bjuggu við. Hvernig getur það verið FRJÁLS markaður þar sem litið er á einstaklinga sem eignir og þeim gert að vinna fyrir landherra sinn, burtséð frá eigin hagsmunum? Við sameignarskipulag á enginn neitt, þ.e. eignarréttur og sjálfseignarréttur hefur verið færður frá einstaklingum til ríkisins. Þegar ríkið í raun Á einstaklingana ertu kominn með...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Segjum að það séu x-margir peningar í einhverju samfélagi en einn tekur miklu meira en aðrir bara til að verða ríkari,´´ Rétt en þessi staða kemur einungis upp í ofurreglugerðaríki sósíalismans. Í frjálsum hagkerfum er sífellt verið að búa til peninga og verðmæti og því getur fólk verið ríkt án þess að “taka miklu meira en aðrir”. En eins og þú orðar þetta er einhver föst summa sem á síðan að deila niður á fjöldann og einn “tekur” miklu meira en hinir. ,,Tilgangur samfélaga er að láta...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Ekki endilega bæta eigin hag heldur eiga pening fyrir grunnþörfum. Græðgi er þegar maður tekur svo stóran bita af kökunni að það hefur áhrif á aðra.´´ Þegar maður “tekur bita af kökunni” er maður væntanlega að stela. Hins vegar er það iðulega þannig að þegar fyrirtæki t.a.m. eru stofnuð og hefja framleiðslu og mynda hagnað eru þau að stækka kökuna. Enginn raunverulega skaðast þó einhver annar einstaklingur sé viðbjóðslega ríkur. Þannig skaðaði t.d. Warren Buffet engann með auðsöfnun sinni....

Re: Kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er eitthvað sem kapitalismi hefur leitt af sér: ,,Botsvana hefur náð miklum árangri þrátt fyrir landfræðilega legu sína með því að stefna að og ná talsverðu efnahagslegu frelsi. Íbúar Botsvana njóta umtalsvert meiri hagsældar heldur en lönd í nágrenninu. Árið 1970, var landsframleiðsla Botsvana á mann $590, eða talsvert lægra en meðaltal Afríkulanda sem er $609. Eftir þrjá áratugi af tiltölulega miklu efnahagslegu frelsi jókst landsframleiðsla á mann og nemur nú um $3.950 árlega á...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Hvað er ríkið? Ríkið er vilji samfélagsins,´´ Nei, gengur ekki upp, sérstaklega þó í ljósi þess að samfélög geta ekki haft vilja sem slíkan. Einungis einstaklingar geta haft vilja. ,,einstaklingar mynda samfélag og velja sér þá sem stjórna og koma sér saman um reglur, það er best þannig.´´ Rétt, þessu er best farið svona. Hins vegar þegar meirihlutinn er farinn að þvinga minnihlutann til að búa í samfélagi líku því sem meirihlutinn vill er eitthvað mikið að. Í lágmarksríki frjálshyggjunnar...

Re: Þorvarður whatshisname skólameistari VÍ er þröngsýnn smáborgari sem þjáist af hommafóbíu

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nú þekki ég þetta mál nokkuð vel, en veit ég það fyrir víst að Eiríkur nokkur Jónsson skrifaði greinina reyndar út frá heimildum sem hann hafði þó ýkjur væru tíðar. Ómar Þór veitti Dv ekki viðtal. Hins vegar kom ýmislegt fram í greininni sem var rétt. Það sem var aftur á móti ekki rétt er að þátturinn hafi verið bannaður vegna hommafóbíu. Þátturinn þótti einkar ógeðfelldur, t.a.m. kepptust tveir drengir við að æla í fötu. Sá sem ældi minna þurfti svo að dífa hausnum ofan í fötu hins. Í öðru...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Þá myndirðu flytja inn vörur frá siðmenningunni og verður að borga part af henni.´´ Maður flytur inn vörur frá þeim einstaklingum eða fyrirtækjum sem byggja siðmenninguna, ekki frá ríkinu, samt sem áður greiðir maður skatt af því. Gefum okkur að ég væri ekki sá eini sem hefði kosið að drekka eigið hland og flytja upp á hálendið heldur værum við heilt samfélag sem vildum lifa frjáls. Gefum okkur nú að við eigum viðskipti innbyrðis þá þyrftum við samt sem áður að borga virðisaukaskatt af...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
,,Nei, hún er borgun manns fyrir að lifa í siðmenningu.´´ Þegar þú borgar fyrir eitthvað sem þú hefur ekki beðið um og hefur ekkert val um að borga eða borga ekki heitir það ekkert annað en þjófnaður eða fjárkúgun. ,, Ef þú neitar að borga skatt er þér velkomið að búa uppá hálendinu í kofanum sem þú smíðaðir sjálfur og drekka þitt eigið hland.´´ Þetta er einfaldlega rangt. Gefum okkur að ég myndi búa einn upp á hálendi og gefum okkur að ég myndi, af einhverri undarlegri ástæðu, drekka eigið...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Skattlagning er samt sem áður þjófnaður. Þú talar um að það sé rangt að ræna séu mannslíf í húfi. Þú sýnir hins vegar ekki fram á, og það er algjörlega ófyrirséð, að fatlaðir munu deyja ef þeir fái ekki framfærslu í gegnum þetta óskilvirka apparat sem við köllum ríkið.

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það eru til 3 aðferðir til að eignast eignir. 1. Fá greitt fyrir vinnu eða skapa sjálfum sér vinnu og þar með búa til peninga. 2. Fá gefins eignir t.d. vegna ástar eins einstaklings á öðrum eða í gegnum frjálst góðgerðastarf. 3. Taka þær ófrjálsri hendi, öðru nafni stela þeim. Í hvern þessara þriggja flokka fellur skattlagning? Er rétt að stela sér til lífsviðurværis? Er ekki hálf undarlegt að réttlæta slíkt athæfi? Hvaða máli skiptir hvort eignirnar séu jeppi, húsnæði eða peningur fyrir...

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Og ríki þurfa að virða eignarrétt til að hægt sé að skapa auðlegð sem gefur af sér hamingju.

Re: Kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já ok, það sem sagt tjáir ekki að tala við þig því þú veist ekki neitt um hagfræði. Það er nú ekki oft sem ég læt svona út úr mér.

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hehe fyndið, þú lætur hljóma eins og það fjármagn sem ríkið hefur til umráða vaxi á trjánum.

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Geta ekki að því gert að þvinga aðra til að greiða fyrir viðurværi sitt?

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vá rólegur, ok þú ert ekki sammála greininni og finnst hún ekkert sérstaklega vel skrifuð. Algjör óþarfi að rakka greinarhöfund svona niður.

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Af hverju bara þegar heilbrigður einstaklingur aðhefst slíkt?

Re: Mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já ég er sammála þér að mörgu leiti. Mannréttindi er illskiljanlegt orð og notað alltof oft og oftar en ekki í vafasömum tilgangi. Það sem er helst slæmt við hugtakið mannréttindi er að það er túlkað í jákvæðum skilningi þ.e. andstætt við staðhæfingar á borð við ,, einstaklingar hafa rétt á að gera það sem þeim sýnist svo framarlega sem þeir skaða ekki aðra´´. Þegar hugtök eru túlkuð á jákvæðan hátt er alltof auðvelt að skjóta meiru og meiru inn, þannig að hugtakið taki til fleiri sviða, oft...

Re: Kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bentu mér á eitt land, nei bíddu nefndu mér ca. 10 lönd utan Evrópu og N-Ameríku sem hefur markaðsbúskap að leiðarljósi. Svo væri fínt ef þú myndir sjá hvort grannlönd þessara ríkja séu að standa sig betur. Einnig væri fínt að fá þína “skilgreiningu” á kapitalisma svo ég viti nú hvað þú ert að tala um.

Re: Kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bíddu nú við, nú var ég ekki að tala um nýlendutímann heldur undanfarin 10 ár eða svo. Getur svo sem farið lengra aftur í tímann, 20, 30, 40, 50 skiptir svo sem ekki máli. Staðreyndin er sú og tölfræðin sýnir að í löndum sem skilgreind eru “frjáls”, þ.e. með frjálst hagkerfi, batna lífskjör lang mest og lang hraðast. Frjáls ríki sem hafa frjálst hagkerfi og leyfa einkaframtakinu að gera sitt stinga önnur ríki af hvað lífskjör varðar. Hins vegar var nýlendutíminn hræðilegur tími að því...

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ef þetta frumvarp gengur í gegn verð í brjálaður. Ég er hjartanlega sammála þessari grein. Það er ekki eðlilegt að stjórnmálamenn séu að seilast inn á stjórnarskrár varinn réttindi borgaranna, þ.e. eignarréttinn.

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nei ég veit, enda var ég ekki að því. Ég var að sýna fram á að meirihluta vilji er ekki í öllum tilfellum réttur eða réttlætanlegur. Oft er hann beinlínis ósiðlegur.

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ranglæti sem tryggt er með lögum getur verið mismikið. Þannig myndi ég til að mynda ekki hefja einhverja byltingu þó að skattar séu rétt tæplega 40%. Þessu er hægt að breyta með t.a.m. áróðri. En ef einræði er tryggt með lögum eða ef eitthvað hróplegt óréttlæti er tryggt með lögum, ber manni þá að fara eftir því?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok