Sif Friðleifsdóttir hefur nú sett fram frumvarp sem bannar reykingar á veitingastöðum. Hún hefur fengið stuðning Vinstri-Grænna og Samfylkingunnar en Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn hafa ákveðið að taka ekki þátt í þessu.

Núna síðast sá ég Ólaf Teit mæta Sif Friðleifsdóttur í Íslandi í dag og fannst mér Ólafur færa mjög góð rök fyrir máli sínu en Sif ekki vera sannfærandi. Hún gerði það sem alþingismenn gera oft, fór með sömu rulluna aftur og aftur og maður var alveg kominn með upp í kok.

Ólafur Teitur hefur hinsvegar sínt fram á að óbeinar reykingar eru ekki eins skaðlegar og talið er. Það er meira að segja hættulegra að starfa sem flugfreyja en að starfa á veitingarhúsi eða bar.

Ég tel þetta frumvarp aðeins hafa einn tilgang þetta á að skerða athafnafrelsi einstaklingsins. Eigum við ekki að leyfa eiganda veitingarhússins að ákveða það sjálfur hvort að hann vilji að fólk reyki í sínu húsi eða ekki.

Sif talar um að þetta frumvarp sé ætlað að mestum hluta til þeim sem vinna þarna svo að þeir þurfi ekki að lifa við þetta. En það vita það allir að fólkið sem ákveður að fara í þessi störf veit að óbeinar reykingar eru liðnar inná þessum stöðum og þau geta ákveðið hvort þau vilja taka þá “áhættu” að vinna á þessum stöðum eiður ei.

Núna vil ég fá að heira ykkar skoðanir við því hvort þetta frumvarp eigi að ganga í gegn eða ekki?