Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hversu mikil áhrif hafa auglýsingar á þig? Ef þú sérð bleyjuauglýsingu hleypurðu þá til og kaupir heilan lager af Huggies? Held nú síður.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Er það ekki ómannúðlegt að halda einstaklingum föngnum í þjáningum sínum, t.a.m. ef þeir hafa hræðilega sjúkdóma og vilja sjálfir af yfirlögðu ráði lina sér þjáningarnar? Er það ekki ómannúðlegt að hindra einstaklinga í að fara með stjórn mikilvægustu eignar sem þeir eiga, þ.e.a.s. líf sitt? Og ég er alveg sammála því að til séu dæmi um einstaklinga sem t.a.m. hafa glímt við hinn leiða sjúkdóm, þunglyndi, en komist á réttan kjöl og lifa hamingjusömu innnihaldsríki lífi í dag. Þessi dæmi eiga...

Re: Má lögreglan framkvæma endaþarmsleit?

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
,,enn það lagar ekki neitt að lögleiða fíkniefni mannskepnan höndlar bara ekki svona mikið frelsi´´ Hvað meinarðu? Þeir sem vilja neyta fíkniefna við núverandi ástand gera svo. Það er jafnvel auðveldara að redda sér fíkniefnum en í ríkið, ekki er ríkið með heimsendingarþjónustu eða opið allan daginn. Fyrir utan þetta myndu handrukkanir hverfa og auðgunarbrotum fækka.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Þá væntanlega get ég dregið þá ályktun að allt sem hugsanlega getur skaða aðra, er alls ekkert einkamál.´´ Nei, þú getur ekki dregið þá ályktun. Eða jú þú getur það alveg, hún verður bara röng. ,,Okey segjum sem svo að það væri búið að sanna það að dásæming í áfengis auglýsingu, gæti hugsanlega skaða aðra. Er það þá einkamál ef þú ert að miðla vafasömum áróðri í lýðinn í gegnum fjölmyðla, og út frá því myndi vandál samfélagsins aukast?´´ Þetta er ekki sambærilegt. Endanleg ákvörðun um...

Re: Ríkisflokkurinn

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Haha snilldargrein :D

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Til er mjög einfalt tæki sem blokkar ákveðnar óæskilegar stöðvar. Mundu það þegar þú ert orðinn faðir í framtíðinni þá getur t.d. blokkað allar stöðvar nema Cartoon network á meðan þú ert í vinnunni. Þetta er mjög einfalt. Þannig verndarðu börnin þín á meðan við hin fáum að njóta þess að búa í landi þar sem tjáningarfrelsi ríkir.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Ég er ósammála því að það sé verið að tjá skoðanir í auglýsingum því þar er einfaldlega verið að hvetja fólk til þess að kaupa vöruna, ekki tjá fólki skoðanir sínar á henni.´´ Þú getur ekki verið ósammála því, þetta er bara staðreynd. Auglýsendur segja:,, mér finnst þessi vara góð ertu ekki sammála?“ það er nú ekki flóknara en það. ,,Ég er mjög sammála þessu en mér finnst þetta ekki tengjast áfengisauglýsingum á neinn hátt. Mér finnst ekkert vit í því að tengja þær við skoðanaskipti.´´ En...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Ekki get ég staðhæft neitt um það. En ég held að ofbeldi í allavegana myndum,myndu seint fækka við lögleiðingu sterkra vímuefna. Enn ég get samt ekkert fullyrt um slíkt.´´ Nei hlustaðu þá á mig ég hef kynnt mér þetta ágætlega. Handrukkanir eru fíkniefnatengt ofbeldi sem koma einkum til þar sem sölumenn fíkniefna hafa engan lögverndaðan rétt til að sækja skuldir sínar til sinna skuldunauta þar sem öll starfsemin er ólögleg. Þannig gera þeir út handrukkara sem sjá til þess að ógna...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Og fynnst mér persónulega það fullkomlega eðlilegt í ljósi þess að þetta er fíkniefni sem fólk virðist því miður misnota. Og eins og með önnur fíkniefni, er áhveðin frjálsræðis svipting leyfð.´´ Það á ekki að skipta ríkið máli hvort einstaklingar misnoti einhver ákveðin efni eður ei. Matur er sennilega misnotaðasta vara í heiminum samt sem áður myndi ekki nokkrum manni detta í hug að ríkið ákvæði skammtastærð hvers einstaklings. Og það að eitthvað ákveðið atferli sé nú þegar bannað með...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Mig Persónuleg fynnst að það ætti vera bannað í fjölmiðlum, þrátt fyrir að það stangist á við lög um tjáninga frelsi. Það hlýtur að vera hægt að sveigja lög um tjáninga frelsi, allavegana í þágu betra velferði barna (ef ransóknir sýna það). Mig fynnst þau lög pesónulega ekki vera veigameiri en það, þrátt fyrir þá ágiskunn að lýðurin þekkir skaðsemina.´´ Velferð barna hefur alltof oft verið notuð til að réttlæta valdtöku ríkisins. Ef áfengisauglýsingar yrðu leyfðar er líklegt að fjölmiðlar...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,En samt sem áður eru nú ákveðnar syðareglur sem sjónverpstöðvar og aðrir fjölmiðlar verða að fara eftir, dæmi að þurfa að vara við ef að efni stöðvana geti sært blygðunarkennd barna.´´ Sjónvarpsstöðvar geta vissulega sett sjálfum sér ákveðnar siðareglur, það þarf ekki að fella þessar reglur í lög líkt og með áfengislögin. Dæmi um sjónvarpsstöð sem seint myndi sýna áfengisauglýsingu væri Ómega. ,,Er eithvað sem segir það að staðreyndin, að áfengi spillir heilsu manna, geti ekki verið rök?...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Þegar áfengi er auglýst er einungis verið að tjá ákveðna skoðun á ákveðinni tegund vöru. Endanleg ákvörðun um neyslu þessarar vöru liggur hjá neytendum vörunnar. Kynþáttafordómar ættu vissulega líka að njóta verndar tjáningarfrelsis enda er einungis um ákveðna skoðun að ræða og tek ég ekki efnislega afstöðu til þessara skoðana hér. Það er mikilvægt að einstaklingar fái tjáð skoðanir sínar sama hversu vitlausar þær eru því ef þær skoðanir sem tjáðar fást verða að falla meirihlutanum hverju...

Re: Má lögreglan framkvæma endaþarmsleit?

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Nei alls ekki. Harðari refsingar við glæpum leiða einungis til þess að brotamaður reynir ennfrekar að hylma yfir glæpinn. Slíkar athafnir gætu leitt til annarra hrottalegri glæpa. Ennfremur er það ekki rétta lausnin að banna fíkniefni, loka augunum og vona að þau hverfi. Fíkniefni ber að lögleiða enda er fíkniefnaneysla spurning um frjálst val fíkilsins.

Re: Má lögreglan framkvæma endaþarmsleit?

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Eins og þú setur þetta upp er þetta algjörlega óréttlætanlegt. Lögregla hefur farið langt yfir valdsvið sitt og þó vinur þinn hugsanlega vilji ekki kæra ætti hann að gera það bara fyrir alla hina sem búa á þessu litla landi okkar.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ef ég eða einhver annar einstaklingur kýs að lýsa því yfir að mér þyki þessi bjór betri en annar bjór er það í lagi. Um leið og ég kýs að gera það í sjónvarpi til að lýsa þessari skoðun minni fyrir sem flestum er þetta skyndilega orðið lögbrot. Þetta er ekki réttlátt. Það eru ekki nægileg rök fyrir því að banna ákveðna skoðun eða skoðanaskipti að hugsanlega gæti þessi skoðun haft þau áhrif á annað fólk að það sé sammála mér. Það sýnir miklu frekar að skoðunin eigi rétt á sér og að fyrir...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,En bann á áfengi voru ekki mín orð. Þó svo að það væri kannski best fyrir samfélagið. En ég tel það vera óraunhæf markmið að seta þau lög.´´ Þegar áfengi var bannað í BNA mynduðust glæpaklíkur um sölu þess. Þessar glæpaklíkur drápu, pyntuðu og hótuðu saklausu fólki lífláti. Bönn á venjulegri neysluvöru eru ekki góð fyrir “samfélagið”.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Það er ekki réttlætanlegt að brjóta jafn gróflega á tjáningafrelsi og raun ber vitni.

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Var ég að segja eitthvað annað?

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Hvað varð um tjáningarfrelsi? Er það kannski ekki nægileg rök?

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 18 árum, 12 mánuðum
,,Nei…Það kemst eingin hjá því að sjá auglýsingar í sjónvarpi, heyra þær í útvarpi, rekast á þær í tímariti…. Það er einfaldlega ekki hægt að komast hjá því að verða fyrir áreiti auglýsinga´´ Það er mjög einfaldlega hægt að sleppa því að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Ég geri það allavega, hef komist hjá hvorutveggja í meira en ár. En ég skil samt hvað þú ert að fara. Auglýsingar hafa miklu frekar neyslustýrandi áhrif heldur en hvetjandi áhrif á neyslu. Þ.e.a.s. þær stýra kauphegðun...

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Auðvitað er ekki gengið of langt með því að gefa einstaklingum kost á að nýta sér þau réttindi sem þeir hafa fengið frá náttúrunnar hendi. Réttinn til lífs, frelsis og eigna.

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ok, flott er. Það er allavega gott að þú ert opinn fyrir því að sú stefna sem þú ert að kynna þér, þ.e. frjálshyggja, raunverulega gangi upp.

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ætli þú gætir ekki fundið slíka umfjöllun á frjalshyggja.is. Það er svona það fyrsta sem mér dettur í hug. Hins vegar eru helstu rökin þau að mikil sóun er á opinberu fé, því er skynsamlegra að einkavæða skólakerfið og fá þannig meiri nýtni á fjármunina sem notaðir eru. Einkaaðilar reyna frekar að gera nemendum til geðs og bjóða upp og gott nám sem er aukin heldur sveigjanlegt og einstaklingsmiðað. Þannig verða einstaklingar áhugasamari um námið og verða jafnvel betri námsmenn. Í BNA þar sem...

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Að því ógleymdu að skattsvik tíðkast ekki þar sem nefskattur er við líði auk þess sem kostnaðurinn við skattkerfið verður virkilega lítill.

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Það eru of margar breytur til að geta svarað þessu, jafnvel til að skjóta á það. Laun myndu breytast gríðarlega, hugsanlega myndi kostnaðurinn af þeim liðum sem eftir standa minnka þar sem ríkið er orðið mun minna og auðveldara að fylgjast með bruðli o.s.frv. En ég veit alveg eftir hverju þú ert að fiska. Þeir efnaminni myndu að sjálfsögðu greiða hærra hlutfall tekna sinna til ríkisins en ég hafna þessum mælikvarða. Það á ekki að refsa einstaklingum sem hafa háar tekjur með hlutfallslegum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok