Eftirfarandi samtali er ætlað að bera saman tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja á óformlegan hátt. Þeir sem hafa rök með þessu ólíka skattaumhverfi sem fyrirtæki og einstaklingar búa við mega endilega tjá sig.

Kalli: Hvað ætli fyrirtækjum fyndist um að borga 20% skatt af tekjum sínum?

Gunni: Þau myndu verða alveg brjáluð. Myndu tala um að grundvelli starfsemi þeirra væri kippt undan fótunum á þeim. Að engin alþjóðafyrirtæki myndu koma hingað til lands. Samkeppnishæfni okkar myndi vera á við Kúbu. Ísland myndi líða undir lok.

Kalli: Hvað ætli einstaklingum fyndist um að borga 20% skatt af tekjum sínum?

Gunni: Það myndu brjótast út mikil fagnaðarlæti.

Kalli: En þá myndu tekjur ríkisins lækka um 25 milljarða???

Gunni: Tekjur ríkisins myndu lækka um 25 milljarða, án tillits til hækkunar á launum og aukinnar eyðslu. En á móti koma auknar tekjur fólks (já það vinnur meira þegar skattar lækka) og aukinn virðisaukaskattur(já fólk eyðir meiru þegar það á meira). Því væri tekjumissirinn ekki meiri en 10-15 milljarðar, sennilega minni. Við myndum laða að okkur meira að hátekjufólki(tildæmis fólk sem hefur menntað sig í Háskóla Íslands) og líkurnar á að ég muni flytja til útlanda og vinna þar til að borga raunhæfari skatt myndu minnka mjög. Auðvelt er að skera niður ríkisútgjöld um miklumeira en 10-15 milljarða. Spurðu hvaða unga sjálfstæðismann sem er.

Kalli: En hvað með þennsluna? Hún er nógu mikil nú þegar. Seðlabankinn með stýrivexti í einhverjum óskiljanlegum hæðum, sem ekki miða sérstaklega að því að auka samkeppnishæfni Íslands er það? Viðskiptahalli er nægur fyrir. Ekki þarf að auka enn á kaup okkar á neysluvörum frá útlöndum.

Gunni: Jú það er rétt hjá þér. Það er hinsvegar furðuleg niðurstaða. Þá er eins og við megum ekki hvetja fólk um of til að vinna. Afhverju ætti það að vera slæmt?

Jæja nóg komið af þeim. Meginunkturinn er þessi. Hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki hefur mjög sambærileg áhrif og hagstætt skattaumhverfi fyrir einstaklinga. Afhverju er þá skattbyrgðin svona ólík milli einstaklinga og fyrirtækja?